Monday, February 28, 2011

Love it.

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Það var svo yndislegt að komast aðeins í burtu yfir helgina, fara á hestbak og slaka á:) Kæmi mér ekki á óvart ef ég endaði aftur þarna í kósíheitunum um næstu helgi enda verð ég að safna kröftum fyrir Berlínarferðina þann 10 mars! Trúiiii ekki að það sé að verða svona stutt í hana, ooh það verður endalaust gaman.

Annars var frekar erfitt að vakna í morgun. Það virðist vera mest freistandi að kúra á mánudagsmorgnum. En það tókst og ég ætla að skella mér yfir í vöruhönnun. Efir hádegi er ég svo í ljósmyndun..frekar erfitt verkefni framundan hjá mér þar. Veit ekki hvernig ég ætla að leysa það..já ég á að taka mynd af mér sem foreldrar mínir. Áhugavert. Legg höfuðið í bleyti í dag!

Njótið mánudagsins ;)

Sunday, February 27, 2011

Dádýra leitin ;) - My Saturday

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
 
Helgin hjá mér er búin að vera svooo notaleg. Ég fór til Júlla, bróður pabba og var hjá fjölskyldu hans. Ljúft. Veðrið var yndislegt í gær og við Júlli fórum á dádýra“veiðar“-leit. Stórir skógar Danmörku heilla mig. Svo þarna læddumst við um á milla vígalegra trjáa, pössuðum  okkur á að rekast ekki í óþarfa greinar eða láta braka í laufinu undir okkur til að styggja saklaus dádýrin. Fallegar skepnur, þessi dádýr J
Ég fór líka á hestbak á milli þess sem við kúrðum okkur yfir gáfulegu sjónvarpsefni og borðuðum góðan mat. Rikke er svo núna að skella í pönnsur og kakó en síðan mun ég takast á við lestarkerfið í Danmörku og enda í Holbæk, hver veitJ
Njótið sunnudagsins :*

Thursday, February 24, 2011

The memory of your face is a warm soft light..


©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Pictures I took of Védís Pállsdóttir for my photography class. Hope you liked them – she is so beautiful. I really enjoyed taking these photos and play with the light. I'm looking forward to the weekend, know it will be nice:)  Bouna notte:*

James Blake - Limit To Your Love