Monday, April 25, 2011

Shs íslensk hönnun


Ofur skutlan frænka mín, Svala Hrönn, hefur verið að skella í þessar smart og þægilegu peysur - Hentugar í útileguna í sumar við leggings;) Snótin saumar undir nafninu SHS. Hægt er að leggja inn pantanir með því að senda henni einkaskilaboð á shshonnun@gmail.com eða kíkja við á facebook og skilja eftir skilaboð. Svala hefur einnig verið að sauma skemmtilegar peysur á yngri snáðana. Endilega fylgist með henni :)

Sunday, April 24, 2011

Hey litla Kiða-kið


 ©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

,,…Það er bara ég, litla Kiða-kið,” sagði kiðlingurinn
,, Jæja, ekki hreyfa þig því ég ætla að koma upp og éta þig “ sagði tröllið og byrjaði að klifra upp á bilbarminn. 

,,Nei, æi blessaður vertu ekki að hafa fyrir því, “ sagði litla Kiða-kið. ,, Mamma mín er ekki aðeins stórbeinótt heldur öll djúsí.  Tel það bókað mál að hún komi á eftir kellan er miklu meiri matur handa þér.

Í framhaldinu stökk litla Kiða-kið yfir brúna og kom sér vel fyrir í grænu grasinu hinu megin.  Veislan var hafin og það sá stórbeinótta, djúsí geitamamman. ,, Ég fer líka yfir í græna grasið,” hugsaði hún. Tripp, trapp, tripp, trapp, sagði brúin…..

Vonandi áttu þið yndislegan páskadag því minn var svo sannarlega góður:* Góða nóttina :)

Friday, April 22, 2011

,,...all right?"

"Now, you'll hurt me if you don't trust me, all right?" - Johnny Castle
 
Verður alltaf í uppáhaldi:* Eitt af mínum fyrstu "skotum". 
 
He will always be one of my favorites ;*
Enjoy the evening ;)

 

Saturday, April 16, 2011

,, ....for sunlight"

Ótrlúlega velheppnuð stalker mynd fyrir þig Sólrún haha ;) 
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Ég held ég sé að verða búin að taka myndir af flest öllu í Holbæk ..og komin ágætlega áleiðis með íbúana.  Dagurinn er búinn að vera mega kósý en mest farið í að taka til í herberginu mínu og þvo þvott. Var meira að segja svo dugleg að ég græjaði stúfulla "yfirvigts-tösku" sem ég ætla að taka með mér í páskafríið og koma til elsku afa og ömmu þegar ég hitti þau í Köben á Páskadag. Er að átta mig á því núna hvað það er stutt þangað til ég sé uppáhöldin mín - Hlakka til:) Annars held ég að ég taki lúðan sem býr inní mér algjörlega á þennan dag og dúlli mér bara eitthvað við að mála í kvöld :* Svolítið langt síðan ég hef gert það, sjáðu. Annars er ég mest núna að reyna að ákveða hvað ég vil læra næsta vetur..allavega komin með herbergi fyrir sunnan. Það er skref? Oog þess á milli er ég að reyna að ákveða hvað ég vil gera í lokin hér í skartgripa-dúlleríinu. Greinilega snúið líf..haha. En vona samt að ég komist á niðurstöðu sem fyrst, hvað bæði málefnin varðar. Njótið laugardagskvöldsins ;)