Sunday, June 24, 2012

Blekskot

Í bloggpásunni huggulegu fékk ég mér mitt fyrsta blek. Teiknaði fjöður eftir fallegri mynd sem ég rakst á á netinu og þá var ekki aftur snúið. Brunaði til Egilsstaða og lét smella þessu á mig. Skotin. Blekskot.

Bjölludingl, dinglDagurinn í dag var dagurinn sem ég var smá þreytt og frekar kalt. Mætti í lopapeysu í vinnuna og lífið varð bærilegra. Þessi peysa verður ávalt uppáhalds en amma prjónaði hana á mömmu þegar hún var unglingur. Annars fór dagurinn í að  hlusta á bjölludingl og ég dinglaði nokkrum sinnum sjálf. Dingl. Þetta sumar er og verður ys og þys. Dingl.