Wednesday, May 4, 2011

Roller coaster:*


Ég varð tvítug í gær . Sem þýðir í Danmörku að herbergið mitt fylltist af um tuttugu, fullum, dönum eftir miðnætti , syngjandi afmælissönginn endalausa.  Ég get svarið það að hann er lengri á dönsku;)  Yndisleg krútt.  Um morgunin var ég svo vakin af herbergisfélögum mínum sem einnig kusu að þenja raddböndin og færa mér ljúffenga súkkulaðiköku með afmæliskertum sem ég massaði með nettum blæstri. Meiri yndin. Ég eyddi svo talsverðum tíma í að klára hálsvestina mína í skartgripahönnuninni en á morgun verður sýning innan skólans. Krúttlan mín Íris týndi litskrúðuga túlipana og gaf mér sem lífguðu upp á daginn sem og afmælissöngurinn(endalausi) gerði, aftur er hann var sunginn fyrir mig í hádegismatnum. 

Seinni partinn skellti ég mér svo með íslensku snótunum, Védísi og Írsi til Kaupmannahafnar. Þar gleymdum við okkur í Tivolíinu. Þrátt fyrir smá rigningu var æðislegt að vera þar. Hefði getað farið endalaust í rauða rússípananum. Það var kósý tilfining að fara af stað í honum,  finnast maður vera alltof laus og hlusta á Védísi raula afmælissönginn manns, undarlega skjálfrödduð.  Ví.
Dúllurnar buðu mér svo út að borða á kósí ítölskum stað en eftir það höfðum við það gott á Hard rock :)
Til að toppa daginn fékk ég þó nokkur frábær símtöl frá fólkinu mínu heima og góðar kveðjur á facebook. Gaman að eiga afmæli á facebook, jej. 

Í dag prófaði ég „stóra“ hestinn og  eftir það er ég enn ánægðari með íslenska hestinn okkar;) Þetta var samt mjög gaman og veðrið gott. Ég fékk hins vegar frekar stirðan og virkilega stóran, rauðan fák svo það reyndist verulega áhugavert að hægja niður af stökki eftir að hafa náð að koma honum almennilega af stað. Elskulegur runni bjargaði mér samt þegar ég náði að snúa honum upp í hann. Eh. Alllar gangtegundir þessarar skepnu voru prófaðar.  Get ekki beðið eftir að komast í Mývatnssveit og fara að ríða út. Sakna þess.
Í kvöld verður síðasta verkstæðiskvöldið mitt hér. Verkstæðiðskvöld þýðir að við komum saman með kennaranum okkar, drekkum vín og borðum snakk. Þessa dagana er allt í síðasta skiptið. Það er skrýtið.
Eigið gott kvöld:*

p.s. allar þessar myndir eru teknar með litlu, gömlu myndavélinni minni. Vá hvað ég komst betur að því hvað ég virkilega elska canon myndavélina mína endalaust mikið!:* 

I turned twenty yesterday. I had a really nice day. After midnight I had my room filled with drunk people singing for me and in the morning my roomies woke me up and gave me a birthday cake. After that I went with my friend to Tivoli (loved the roller coaster) and in the evening we sat down on a nice Italian place. So I really enjoyed turning twenty Have a nice evening:* 

3 comments:

  1. Gaman að heyra að þú áttir góðan dag! Hahah, elsku afmælissöngurinn. Ég stend einmitt í ströngum æfingum þessa dagana svo að ég geti nú sungið fallega fyrir þig þegar þú kemur ;)..Eða ertu kannski búin að heyra hann nógu oft? (plíííís segðu já haha)

    ReplyDelete
  2. Innilega til hamingu með daginn!
    Gott að það var gaman ;)

    Vaka

    ReplyDelete
  3. This looks like so much fun! Happy birthday!

    ReplyDelete