©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Í gær skutluðumst við systkinin upp í Laxárdal. Eftir að hafa losað okkur við Gums(rauðhærðan, myndarlegan, til að gera fullorðinn – bróður minn) langaði þeim styttri ekkert að halda heim. Þeim langaði að sjá draugahús, alvöru draugahús! Þess vegna enduðum við á Ljótsstöðum.
Þó allt hafi verið bjart leist þeim ekkert á blikuna. Það er liggur einhver dulúð yfir svona stöðum. Á Ljótsstöðum bjó maður en eftir að hann dó var dótið hans aldrei tekið saman. Dagatalið hangir enn í eldhúsinu með deginum sem hann dó enda hefur enginn verið þarna , eftir hann, til að rífa af því. Fötin hans hanga enn í skápnum og skór liggja í andyrinu. Þráni bróður mínum þótti ég vera of mikill ,,spæjari“ og taka of margar myndir. Honum var hætt að lítast á blikuna. Innarlega í húsinu var hurð sem á stóð ,, varúð“ og þegar ég ætlaði að laumast þangað inn fannst honum komið gott af þessari heimsókn okkar - ,,Þarna eru þið orðin of forrvitin". Tvö lítil, ört tifandi hjörtu héldu því út ásamt spæjaranum. Við sannfærðum okkkur um að þarna byggi góður draugur.
Dásamleg saga og stórgóðar og skemmtilegar myndir :-) luv - Móða
ReplyDeleteAmazing pictures as usual!
ReplyDeleteI'm glad you're back!
<3
In english pleeaase :-)
ReplyDeleteRigtig fine billeder Dóra! Hilsen Sofie
Sko! Það er ekki bara ég sem er hrædd við draugana þarna ;)
ReplyDeleteEn virkilega flottar myndir - þær eru óvenju ekki-krípí miðað við hvar þú tókst þær haha
So glad you're back! Gorgeous pictures, sweetie :) xoxo
ReplyDeleteEinhvern daginn ætla ég að hætta mér þarna inn! Ekki vegna þess að mig langar heldur bara því ég verð.
ReplyDelete-Örn