Monday, January 9, 2012
Penslaför
Málaði þessar tvær myndir fyrir jól af hjörtunum mínum, afa og ömmu í Fellsmúla. Myndirnar voru málaðar eftir ljósmyndum sem ég hafði tekið af þeim og varð ég satt best að segja, ótrúlega ánægð með útkomuna.
Þess vegna ákvað ég að gefa þeim þær í jólagjöf. Nokkur tár féllu. Ómetanlegt. Ekki frá því að ég hafi lagt smá af ást minni til þeirra í penslaförin!
Í dag taka myndirnar sig vel út í bjarti stofunni í Fellsmúla. Næstum ótrúlegt hvað eina lausa veggplássið hjá gömlu mínum, smell passaði fyrir þær. Eins og þeim hafi verið ætlað að vera þar;)
Kveðja, sú sem verður alltaf svolítið væmin þegar hún hugsar heim ;)
Photo I took of the pictures I painted of my dear grandpa and grandma, before Christmas. I was pretty happy with how the turned out so I gave it to them. You could see few tears.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Það sem þú ert hæfileikarík!
ReplyDeleteÞær eru skilgreiningin á orðinu notalegt!
ReplyDeleteog nýja lúkkið á síðunni er líka mjög notalegt!
Notalegt!
Wow! This is great :)
ReplyDeletereally nice! x
ReplyDeletedevorelebeaumonstre.com