Wednesday, March 14, 2012

,,Þetta er ég"





Hin línulega listasaga, oft kennd við Vasari, Gombrich, Jansons og nú síðast Íslenska listasagan Forlagsins, segir frá ævi og starfi valinna listamanna í krónólógískri tímaröð.  Þar eru upptaldar nokkrar konur, nokkrir blökkumenn og nokkrir fatlaðir, oftar en ekki til þess eins að sýna víðsýni þess sem ritar.  Karllæg listasagan var okkur hugleikin og vildum við snúa henni við á allan hátt. 
 Það skiptir máli hver segir söguna og hvenær. Til þess að stíga stórt skref út úr hefðbundnum ramma línulegrar frásagnar ákváðum við að hafa okkar samtímalistasögu einungis sjónræna (fyrir utan upphafsorð Rúríar). Okkar listasaga er ekki tæmandi „frásögn“ af listakonum þessa tímabils. Við fundum til þær listakonur sem hafa haft áhrif á okkur og sem við mundum vel eftir.  Auðu plássin í gjörðinni fannst okkur mega skoða sem rými fyrir þær sem ekki er getið um en eiga sitt pláss engu að síður því listinn er óendanleg eins og hringurinn. Hreyfingin í hjólinu er tákn fyrir það flæði í skapandi greinum sem á sér stað á hverjum tíma, líka hjá okkur við gerð verkefnisins.
 Straumar og stefnur í myndlist fara í hringi, koma aftur í breyttu formi, hverfa og líta svo aftur dagsins ljós með nýja ásýnd nokkrum árum eða áratugum seinna.  Á sama hátt og við tileinkum okkur margar leiðir til að horfa á, skilgreina og útskýra listaverk, eru jafnmargar leiðir að listasögunni sjálfri. Hjólið, hringurinn, hið eilífa varð því fyrir valinu sem vettvangur framsetningarinnar. Hringurinn sem hefur enga byrjun og engan endi.

Ákvað að skella inn myndum af hópverkefninu sem ég vann að í áfanganum, Íslensk myndlist 1970 - samtímans. Ég vann verkefnið með Ragnheiði, Kristínu, Lísu og Cecilie en það var virkilega gaman að fá tækifæri til þess að hugsa út fyrir "kassann". Hjólið okkar er solítið krútt.


2 comments:

  1. Það er afskaplega mikið krútt - notaleg hugmynd!

    ReplyDelete
  2. il risultato finale è molto bello e soprattutto molto originale!

    ReplyDelete