Monday, January 10, 2011

The beauties in Iceland;)


Er að hafa það virkilega gott hér í Danmörku. Var þó hugsað aðeins heim í dag og ákvað að skella inn nokkrum myndum af krúttunum mínum á Íslandi og fallegu sveitinni minni. Tók þessar myndir 4 janúar - rétt áður en veðrið varð brjálað. Ég náði þó að storma suður og ná fluginu mínu á föstudeginum út. Var ekki lítið létt þegar ég var komin upp í flugvélina eftir glataða veikindanótt. Júlíus kom svo og náði í mig á flugvöllinn og ég var heima hjá honum yfir helgina. Á eftir að nýta mér það eins mikið og ég mögulega get að hafa þau hér svona nálægt mér - leið mjög vel hjá þeim og Rikke stjanaði við mig. Við Júlli skelltum okkur á Klovn the movie á laugardagskvöldinu.. haha mögnuð. Svo fór ég með Rikke á hestbak á sunnudeginum. Ég gjörsamlega gleymdi mér og fann ekki fyrir kulda þó fingurnir reyndust kaldir þegar ég var komin inn aftur. Þó nokkrar hestaferðir í Danmörku á stefnuskránni.

 Lofa að koma með "danskt-blogg" sem fyrst og myndir af skólalífinu hér. Lýst mjög vel á þetta allt saman. Skólinn er fámennur og heimilislegur. Það eru um 80 nemendur hér og skólabyggingarnar danskar og fallegar ;) Kennararnir virka allir mjög skemmtilegir, áhugaverðar týpur;) Það eru fjórir Íslendingar hér svo ég er langt frá því að vera sú eina sem sit með fallegt spurningamerki á smettinu á dönskum listamanna fyrirlestrum;) Er bara spennt fyrir næstu mánuðum en fyrsta partýið verður haldið um næstu helgi - það ætti að þjappa hópnum enn betur saman.

Ég er með tveimur dönskum snótum á herbergi. "Herbergið" okkar er hins vegar hálgferð íbúð. Við vorum mjög heppnar hvað það varðar. Þetta eru í raun tvö herbergi, baðherbergi og forstofa. Ég hef því eitt herbergi nánast alveg útaf fyrir mig. Notalegt :)

Annars var Þórey, elskulega systir mömmu að hringja og segja mér að hún væri búin að panta flug til Danmerkur núna í lok mánaðarins. Ohh það verður svooo æðislegt að sjá hana. Krúttið :)

Farið vel með ykkur - farvel:*

6 comments:

  1. æm kommíng :-D
    Móða

    ReplyDelete
  2. The landscapes are so beautiful... wow, well done! :)

    Marc.

    ReplyDelete
  3. Ég elska hestamyndirnar þínar! Og ég elska líka myndirnar af elsku Aðaldal! Og ég elska þig!.. nei vó, vandró.. hmm og hóst..
    ..Hvað var ég að segja? :P

    ReplyDelete
  4. Njóttu dvalarinnar! þetta verður bara stuð!

    ReplyDelete
  5. Vá hvað ég sakna hestanna heima þegar ég sé þessar myndir. Góða skemmtun í Danmörkinni :)

    ReplyDelete
  6. Hahaha Sólrún! Nehh ekkert vandró - bara elskulegt;) :*

    Geri það Sigga mín:) Farðu vel með þig!;)

    ..ooog Lára þessir hestar eru svo elskulegir:* ;) Bið að heilsa elsku Como!

    ReplyDelete