Snotri skólinn minn. |
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Veðrið var yndislegt í dag. Í hádegishléinu fór ég því í göngutúr um svæðið hér í Holbæk..oog tók myndavélina að sjálfsögðu með. Það sem ég er skotin í ökrum og fallegum trjám. Góð helgi framundan! Reyndar beil á tveimur sveittum rave-partýjum en Þórey systir mömmu er að koma og ég ætla að fara með henni í heimsókn til Áslaugar í Odensen. Held það verði virkilega notaleg helgi. Búðir, kaffihús og rölterí? ..vill líka svo óheppilega til að ég tók ekki mörg skópör með mér út svo tæknilega séð vantar mig skó? :)
Annars er ég ósköp þreytt í augnablikinu. Nýjasta geðveikin hjá mér er að vakna 05:30 og labba í korter ein í myrkrinu að næstu sundlaug. Fékk næstum hjartaáfall um daginn þegar ég var fersk á leiðinni og hóstandi gömul kona hjólaði framhjá mér og bauð mér góðan daginn. En þegar ég er komin á staðinn þá er þetta meira en lítið hressandi. Hvað er betra en að byrja daginn á sundi með gömlu dönsku fólki og skella sér svo í gufu fyrir skólann? Tjahh.. en guð minn góður, klukkan tifar og ég er að missa af mikilvægum svefn-mínútum.
Njótið helgarinnar krúttbangsar. Ég ætla að gera það - Godnat skat :*
Today I went for a walk. The weather was amazing. Hope you're going to enjoy your weekend people! :)Ciao :*
Amazing snow photos!
ReplyDeleteMarc.
Sæta sæta Danmörk!
ReplyDeleteMér finnst þú mjög dugleg að geta vaknað svona snemma en ég meina, hvað gerir maður ekki til þess að geta synt með gamla fólkinu? :P
Vááá! Þessar myndir þínar!!Virðist hvítara yfir þarna en á ísalandinu í augnablikinu!?Njóttu umhverfisins og ...sundsins...Amman- ekki í sundi
ReplyDeleteoooh these pictures are just so magical! =)
ReplyDeletehttp://pinkchampagnefashion.blogspot.com/
Þetta eru flottar myndir hjá þér.
ReplyDeleteKv.
Pabbi :-)
Totally beautiful images! I love when its snowy, but really blue skies. So beautiful :) You look adorable! Thanks for your sweet comment, and My giveaway is finally here - check it out! Panda xo
ReplyDeleteI love trees, and I love your photos!
ReplyDelete♥
Fashezine
Tréé myndir heilla mig alltaf :)
ReplyDeleteFlottar myndir og sérstaklega mynd nr 4 hún er beautiful!
ReplyDeleteVaka