Hann óttaðist
dauðann, hún ekki.
Strætó date sem
fékk mig til þess að laumast til þess að slökkva á mp3 spilaranum og
hlusta. Þrekinn sköllóttur maður að
nálgast áttrætt hélt sætinu niðri fyrir fíngerðri , aldraðri dömu. Hún brosti
til mín áður en hún tilti sér niður og maðurinn hlammaði sér við hlið hennar. Í
augum hennar var barnslegur glampi. Þau minntu mig á unglinga á heimleið eftir
langan skóladag. Hann hallaði höfðinu uppað hennar í hvert skipti sem hann
vildi deila einhverju mikilvægu með henni, hvíslaði í eyra hennar og í henni
tísti.
Hann óttaðist
dauðann og sá fátt spennandi við komandi afmælisdag. 78 ár, talsverður tími.
Þau göntuðust sín á milli, töldu sig nú ekki
vera orðin það gömul, litu allavega vel út. Grá, krúttleg og guggin. Mikilvægar
öllu væri að halda í unglingshjartað.
Leiðir þeirra
skildu hjá Landspítalnum þar sem maðurinn kyssti hana á kinnina, lagaði frakkan
og steig út. Eftir sat sú agnarsmáa, hallaði höfðinu upp að glugga strætósins,
sem regnið barði. Þau höfðu náð að skipuleggja næsta hitting þó strætóferðin
hefði verið stutt.
Afskaplega notalegt!
ReplyDelete