©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Laugardagurinn var æðislegur. Veðrið var æðislegt eins og þið sjáið á myndunum. Við Íslendingarnir röltum niður að höfninni í Holbæk. Kíktum inn í spennandi og notalegar búðir á leiðinni og enduðum á því að skoða gamla fallega millu. Ekta dönsk milla. Hlakka til að sitja við höfnina í vor í sól og dönskum sumaryl. Á heimleiðinni "spiltu" krakkarnir mér og ég bragðaði minn fyrsta Kebab! Ljúffengt! Á klárlega eftir að borða fleiri sveittar máltíðir þarna.
Ég get svo glatt ykkur með því að hér í Holbæk er secondhand fatabúð sem heitir 2 krónur. Afhverju 2 krónur? Jú, vegna þess að allt í henni kostar 2 danskar krónur, sem sagt 40 krónur íslenskar. Við kíkktum þangað nokkur í dag og ég endaði með að versla fyrir 240 krónur, íslenskar. Ég keypti mér over size gallajakka, einn gallajakka sem passar fullkomnlega og svo gallavesti sem er mjöög töff! Svo keypti ég svarta síða skirtu úr mega þægilegu efni - hún er bara virkilega töff og ég á eftir að geta notað hana á ýmsan hátt. Einnig keypti ég yndislega hallærislega töff - mussu-jakka? Úr skræpóttuefni í beis-tónum, stuttar víðar ermar, axlapúðar og opinn, beinn niður - engar tölur? Eru þið að fatta þetta? ;) Svo fór ein töff ljós brún, stutt, prjónuð peysa líka ofan í pokann. Mmm þægileg tilfinning!
Njótið sunnudagsins - held að minn verði bara áfram rólegur :)
Loooooove :*
ReplyDeleteDönsk snoturlegheit fara þér og myndunum þínum mjög vel ;)
Greinilega verið fallegur dagur. Ég hef svo gaman af myndunum þínum:)
ReplyDelete- Hildur
Great photos as usual dear ;)
ReplyDeleteI'm a big fan of your pictures, love them <3
ReplyDeleteamazing photos!!!
ReplyDeleteThank you for passing by and leaving your sweet comment! I hope you know that k come karolina is also on bloglovin, facebook and twitter :) so cu soon!!! oh - and there's a flash GIVE-AWAY, ending today!!!
xoxo from rome
K.
http://kcomekarolina.blogspot.com/
pretty pictures!
ReplyDeleteAlltaf jafn fallegar myndir :)
ReplyDeleteEn hvað þetta er huggulegur bær sem þú býrð í ljúfan :-)
ReplyDeleteEkki verra að það sé svona ódýr búð þar ;-)
Luvjú - Móða
Æðislegar myndir hjá þér!
ReplyDeleteVá hvað það er allt fallegt og svo það sem er matarkyns girnilegt :)
ReplyDelete