Sunday, February 6, 2011

,,Ljúfa líf..ljúfa líf" ;) - A shopping day in Copenhagen ;)

Fallega Védís mín

Myndarlega Íris!

Ég og Védís búnar að svelgja í okkur einum bjór í kaffinu :)
Oog það var verslað ( ég að reyna að fela pokann minn svo að pabbi taki síður eftir honum ;) )
Við Védís skellum okkur næst ! haha
Þreyttar eftir búðirnar;) - komnar á notalegasta hamborgarastað sem ég hef farið á.
Íris fleeeppuð ;)

Védís og Íris flippaðar!

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Föstudaginn síðasta héldum við íslensku stöllurnar til Kaupmannahafnar. Æðisleg ferð og mikið verslað. Útsölur eru í uppáhaldi.
Ég hef alltaf verið meira en lítið skotin í Kaupmannahöfn. Skrautlegt mannlíf og fallegar, stæðilegar byggingar heilla mig. Íbúar Kaupmannahafnar hafa svo flottan stíl og ekki var hann verri þessa helgina þar sem Fahsion week átti bæinn. Þó að við héldum okkur mest innan veggja hinna ýmsu búða þá eigum við klárlega eftir að kíkja aftur og skoða okkur betur um. Ég fæ ekki nóg.
Eftir að hafa þrætt hliðar götur Striksins þar sem margar spennandi búðir leynast og eytt einum og hálfum tíma í H&M, settumst við niður á notalegum bar með pabba Írisar sem var staddur í Köben. Þegar við treystum okkur svo aftur út var Monki  skönnuð þangað til við vorum nánast reknar út við lokun.  Í heildina gæti ég hafa keypt fjögur skópör.
Kúrðum við okkur svo niður á snotrum hamborgarastað og sötruðum bjór og spjölluðum. Lestin var síðan tekin heim til Holbæk þar sem sveitt After skiiii – þemapartí beið okkar.
Birti jafnvel fleiri myndir á næstu dögum af því sem ég óvart endaði með að taka með mér heim af útsölunum.  
Partur af nýju djásnunum mínum - Heildarverð 4.000 íslenskar krónur ! ;) - skelli inn betri myndum við tækifæri. -
Some of my new shoes ;)

Njótið sunnudagsins - have a nice Sunday!

11 comments:

  1. Elsku flotti myndasmiðurinn minn!! Þó ég sé amma þín!!

    ReplyDelete
  2. Jæja, nú fer ég og panta flugfar! ;)

    ReplyDelete
  3. well, the pics are fantastic, i love the beige boots (pic 11).
    definitely you had a very good time ;)

    ReplyDelete
  4. great fotos :O you sure had a good time there :)

    ReplyDelete
  5. These photos are gorgeous!!! Love the birds flying :)

    Hope you had a wonderful weekend!

    ReplyDelete
  6. amazing photos!!!


    xoxo from rome
    K.
    http://kcomekarolina.blogspot.com/
    (there's a GIVE-AWAY on my blog!)

    ReplyDelete
  7. Alltaf svo flottar myndir, klikkað flottir skór :-)

    ReplyDelete
  8. Sólrún eins gott að þú pantir flugfar;)
    ..og takk - voðalega skotin í þessum nýju skókrúttum;)

    Thanks for all this nice comments darlings ;) :*

    ReplyDelete
  9. Ohh, ég öfunda þig ekkert af fallegu skónum.
    Hugsa til þín þarna úti elsku.

    ReplyDelete