Friday, May 6, 2011

...watching the trees change colour and the birds fly away...

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
My last piece in jewellery.

La Roux - I'm Not Your Toy
Ég ákvað að búa til hálsfesti í skartgripagerðinni í lokin. Upphaflega held ég að ég hafi fengið innblástur frá vorinu og ákveðið því að vinna með fugla og tré en niðurstaðan varð mun haustlegri.
Ég steypti mót af hverri grein og bræddi kopar sem ég helti ofan í það. Þetta tók talsverðan tíma en mesta málið reyndist þó vera að festa þær saman. Gæti skrifað bók um það ferli. Ég hafði þó virkilega gaman af því að gera þetta og bjó svo til tvo krútt fugla úr keramiki sem ég brendi og skellti á hálsfestina – einn sprækan fugl og eina litla fitubollu. Ég er nokkuð ánægð með niðurstöðuna og hrifin af dökkri áferð greinanna sem ég fékk þegar ég hitaði þér í síðasta skiptið - bjartir fuglarnir að fljúga burt.

Annars var ég að enda við að hlamma mér á ferðatöskuna mína, renna henni og þrífa -  herbergið sem ég hef búið í með dönsku snótunum mínum síðustu mánuði, í síðasta skiptið. Undarlegt. Veðrið er æði í dag og ég ætla að skella mér á ,,Prom” í kvöld.  Heyrumst:*

Wednesday, May 4, 2011

Roller coaster:*


Ég varð tvítug í gær . Sem þýðir í Danmörku að herbergið mitt fylltist af um tuttugu, fullum, dönum eftir miðnætti , syngjandi afmælissönginn endalausa.  Ég get svarið það að hann er lengri á dönsku;)  Yndisleg krútt.  Um morgunin var ég svo vakin af herbergisfélögum mínum sem einnig kusu að þenja raddböndin og færa mér ljúffenga súkkulaðiköku með afmæliskertum sem ég massaði með nettum blæstri. Meiri yndin. Ég eyddi svo talsverðum tíma í að klára hálsvestina mína í skartgripahönnuninni en á morgun verður sýning innan skólans. Krúttlan mín Íris týndi litskrúðuga túlipana og gaf mér sem lífguðu upp á daginn sem og afmælissöngurinn(endalausi) gerði, aftur er hann var sunginn fyrir mig í hádegismatnum. 

Seinni partinn skellti ég mér svo með íslensku snótunum, Védísi og Írsi til Kaupmannahafnar. Þar gleymdum við okkur í Tivolíinu. Þrátt fyrir smá rigningu var æðislegt að vera þar. Hefði getað farið endalaust í rauða rússípananum. Það var kósý tilfining að fara af stað í honum,  finnast maður vera alltof laus og hlusta á Védísi raula afmælissönginn manns, undarlega skjálfrödduð.  Ví.
Dúllurnar buðu mér svo út að borða á kósí ítölskum stað en eftir það höfðum við það gott á Hard rock :)
Til að toppa daginn fékk ég þó nokkur frábær símtöl frá fólkinu mínu heima og góðar kveðjur á facebook. Gaman að eiga afmæli á facebook, jej. 

Í dag prófaði ég „stóra“ hestinn og  eftir það er ég enn ánægðari með íslenska hestinn okkar;) Þetta var samt mjög gaman og veðrið gott. Ég fékk hins vegar frekar stirðan og virkilega stóran, rauðan fák svo það reyndist verulega áhugavert að hægja niður af stökki eftir að hafa náð að koma honum almennilega af stað. Elskulegur runni bjargaði mér samt þegar ég náði að snúa honum upp í hann. Eh. Alllar gangtegundir þessarar skepnu voru prófaðar.  Get ekki beðið eftir að komast í Mývatnssveit og fara að ríða út. Sakna þess.
Í kvöld verður síðasta verkstæðiskvöldið mitt hér. Verkstæðiðskvöld þýðir að við komum saman með kennaranum okkar, drekkum vín og borðum snakk. Þessa dagana er allt í síðasta skiptið. Það er skrýtið.
Eigið gott kvöld:*

p.s. allar þessar myndir eru teknar með litlu, gömlu myndavélinni minni. Vá hvað ég komst betur að því hvað ég virkilega elska canon myndavélina mína endalaust mikið!:* 

I turned twenty yesterday. I had a really nice day. After midnight I had my room filled with drunk people singing for me and in the morning my roomies woke me up and gave me a birthday cake. After that I went with my friend to Tivoli (loved the roller coaster) and in the evening we sat down on a nice Italian place. So I really enjoyed turning twenty Have a nice evening:* 

Monday, May 2, 2011

FreakCircus

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Síðasta vikan mín hér í Holbæk var að hefjast. Ótrúlegt! Tíminn hefur bókstaflega flogið burt. Ef einhver rekst á hann má hann vinsamegast biðja hann um að hægja á sér. Ég trúi varla að ég verði stödd heima eftir rúma viku. Ég á klárlega eftir að sakna þess að vera hér en á sama tíma hlakka ég líka til að knúsa og kreysta alla mina nánustu!  Ég er líka farin að sakna fallega dalsins míns, hestanna minna og fjallanna, mm takk :)
Helgin var æðisleg og ég tók þessar myndir í laugardags-partýinu ;)
 
Næstu dagar eru samt ekkert lítið spennandi. Ég verð víst tvítug á morgun(líka fjarlæg tilhugsun hjá mér) og stefnan verður tekin á Tivolí þar sem ég get verið með hjartað í buxunum á meðan ég fell eða sný á hvolfi. Planið er svo að skella sér út að borða.  Á miðvikudaginn ætla ég svo að kíkja aftur á hestabúgarðinn hér og fara  í reiðtúr með Önnu vinkonu minni á ,,risa“ hestum! Með fiðring í maganum yfir því! Fimmtudagurinn fer svo í að setja upp lokasýninguna og svo byrjar partýið sem stendur til laugardagsmorguns en þá opnar sýningin. Um hádegið mun ég svo draga stúfulla ferðatöskuna mína yfir herbergisþröskuldinn hér í síðasta skiptið. Skelli mér svo sennilega á hestbak í síðasta skiptið á 22ja ára vini mínum og merkis jaxli þegar ég verð komin heim til Júlla. Júlli skutlar mér svo á flugvöllinn á sunnudeginum eftir að ég hef átt kósí dag með þeim. Á mánudagurinn verður svo líklega æðislegt road trip með Önnu Gunnars minni, jej:* Heim.

Ofan á allt þá var ég að frétta að það verður Úlfaldi í sumar ! Hamingja. Já, Úlfaldinn er svo stór partur af sumrinu mínu að það dó smá þegar það var óvíst að hann yrði. Endilega kynnið ykkur Úlfaldan ef þið vitið ekkert hvað ég er að fara. www.ulfaldinn.is

My lovely, crazy weekend. Hope you enjoyed these colorful pictures ;)

This is my last week here in Denmark. Can’t belive it .. I‘ll miss being here. Loved it. But on the same time I‘m looking forward to go home and be with all my lovely people there! I also really miss the icelandic nature haha. 
Here is one icelandic song for you for the sleep...good night! :*