Sunday, November 21, 2010

Today it's Sunday..

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Í gær rigndi og það rignir í dag. Dagur var þó góður. Ég lá í algjörri leti til þrjú. Gleymdi mér við að spá í hin og þessi  blogg, ljósmyndir og fleira – eins og svo oft áður. Þegar klukkan hins vegar sló þrjú þá var ég til neydd til þess að hafa mig í regngallann og fylgja þremur stubbum upp á bókasafnið hér í Brunate. Að sjálfsögðu er sú leið öll upp á við. Á bókasafninu var búið að skipuleggja notalega samverustund fyrir börnin á svæðinu. Þar sem það virtust vera lítil not fyrir mig þarna endaði ég af einhverjum ástæðum aftur út í rigningunni og skokkaði um svæðið hér í einn og hálfan tíma, allavega.  Veit ekki hvað kom yfir mig en ég bara gat ekki hætt. Rennandi blaut skilaði ég mér aftur upp á bókasafnið og kúrði mig yfir Harry Potter á meðan bókasafnsvörðurinn kláraði upplesturinn yfir börnunum. Krakkarnir voru himinsælir með þennan viðburð. Að sjálfsögðu vorum við svo hálfnuð heim í myrkri og rigningu þegar ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt pokanum með inniskóm krakkana. Ég og átta, í þessu tilfelli of stuttir fætur, voru því tilneydd til þess að snúa við og arka aftur upp á við. Æði.
Heima hafði ég klukkutíma til þess að þurrka á mér hárið, skipta um föt, græja mig og koma mér niður að Funicolare og til Como. Það tókst og ég hitti Giuliu sætu og við skelltum okkur út að borða. Æðislegar ítalskar pizzur runnu mjúklega ofan í okkur. Namm, fær maður nóg? Fyrirhugað djamm endaði svo á Harry Potter, nýjasta framtakinu í bíó. Æðisleg! Það var hlegið og grátið. Væri þó alveg til í að sjá hana heima líka á ensku ;) ehh. 

Pabbi og mamma að koma á þriðjudaginn! Það verður æðislegt. Ennþá ótrúlega róleg, held ég sé ekki að átta mig á þessu. Það verður yndislegt að hitta þau, sennilega of yndislegt J
Framundan er möffinsgerð með börnunum. Hún verður sjálfsagt áhugaverð ;) Annars ætla ég bara að hafa það notalegt í dag en kíkja samt aðeins út í rigninguna á eftir.  Eigið góðan dag rúsínur.

These pictures are of my Friday evening in Milan. It’s was so nice :* Last night I went out with my good friend Giulia. We sat down and ate pitzza, of course and just talked and talked.  She is such a nice girl. After we went to see Harry Potter in cinema. I really liked it! The best Harry Potter film so far, I think. I cried and laughed. Today I think I’ll just relax, bake muffins with the kids, maybe paint and go for a run in the rain. We will see ;) Have a nice Sunday lovebirds ;)

Saturday, November 20, 2010

Life is an adventure, dare it...

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Milanó. Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa skoðað þó nokkur ítölsk þorp og yndislegar borgir þá varð Milanó sífellt minna og minna heillandi í minningunni. Flestir Ítalir sem ég hef tala við segja hana grá og troðna. Þess vegna hef ég aðalega farið í gegnum lestarstöðvar Milanó síðustu vikur og staldrað þar stutt við. Í gær átti ég hins vegar æðislegan dag þar í yndislegu veðri. Milanó á núna snotran stað í hjarta mínu. Haustlitirnir voru ríkjandi og jólin voru að byrja að koma sér fyrir á torginu. Torgið hjá Dómó var þakið vinnuvélum og verkamönnum. Það var verið að hefjast handa við að setja saman tignarlegt jólatré og til þess þurfti talsvert vinnuafl. Ég keypti mér grillaðar chestnuts og settist niður á tröppur Dómó og fylgdist með jólatrénu myndast. Ég finn enn fyrir spenningnum sem iðaði innra með mér í gær, yfir því að eiga eftir að sitja þarna í desember, þegar farið verður að rökkva og horfa á það allri sinni ljósadýrð. Volgar hneturnar bráðnuðu upp í mér og mannlífið var svo skrautlegt og skemmtilegt. Ef ég er ekki að dáðst af landslaginu hér á Ítalíu og stórfenglegum byggingum þá er ég að gleyma mér við að spá í mannlífinu. 
 
Ég saknaði svolítið Sólrúnar í gær. Margt þarna minnti mig auðvitað á hana þar sem við áttum svo góðar stundir hér saman í ágúst. Ég gat enþá með góðri samvisku sagt ,,Against the drugs" söfnunarfólkinu að ég væri búin að styrkja þeirra málefni(hugsað til Sólrúnar). Ísbúðirnar sem við Sólrún höfðum smakkað flestar þarna fengu hug minn til þess að leita til hennar. Svertingjarnir sem vildu ólmir „gefa“ mér handgerðu armböndin sín ...fengu mig til þess að hugsa til Sólrúnar og ,,úllapúllapappíranna“ sem hún samviskusamlega tók saman og prentaði út fyrir ferðina okkar. Sólrún. Strætóar, dýrir veitingastaðir, jólaskraut.. og jafnvel búðirnar líka ;) Sólrún.

Í gær átti ég því eftirminnalegan dag í stórborginni, Milanó. Myndir frá kvöldinu væntanlegar og jafnvel fleiri sögur;) Eigið góða helgi :*

Yesterday I went to Milan. For the first time I was able to really feel that I was fallen in love with this big and grouted city. The weather was so nice and I could feel a little bit of Christmas in the air. I set down and ate grilled chestnuts and watched all the workers put the big, beautiful Christmas tree together on the square of Duomo.  Of course I also did some shopping ;) More pictures on the way from last evening in Milan. It’s was such a nice day :*