Friday, May 6, 2011

...watching the trees change colour and the birds fly away...

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
My last piece in jewellery.

La Roux - I'm Not Your Toy
Ég ákvað að búa til hálsfesti í skartgripagerðinni í lokin. Upphaflega held ég að ég hafi fengið innblástur frá vorinu og ákveðið því að vinna með fugla og tré en niðurstaðan varð mun haustlegri.
Ég steypti mót af hverri grein og bræddi kopar sem ég helti ofan í það. Þetta tók talsverðan tíma en mesta málið reyndist þó vera að festa þær saman. Gæti skrifað bók um það ferli. Ég hafði þó virkilega gaman af því að gera þetta og bjó svo til tvo krútt fugla úr keramiki sem ég brendi og skellti á hálsfestina – einn sprækan fugl og eina litla fitubollu. Ég er nokkuð ánægð með niðurstöðuna og hrifin af dökkri áferð greinanna sem ég fékk þegar ég hitaði þér í síðasta skiptið - bjartir fuglarnir að fljúga burt.

Annars var ég að enda við að hlamma mér á ferðatöskuna mína, renna henni og þrífa -  herbergið sem ég hef búið í með dönsku snótunum mínum síðustu mánuði, í síðasta skiptið. Undarlegt. Veðrið er æði í dag og ég ætla að skella mér á ,,Prom” í kvöld.  Heyrumst:*

10 comments:

 1. Vá, þessi hálsfesti er ótrúlega falleg!
  Njóttu kvöldsins :)

  ReplyDelete
 2. Vá sú er flott, jafnvel amman með hálsfestafóbíuna gæti hugsað sér....

  ReplyDelete
 3. I really love the 1st picture and the quote! <3

  ReplyDelete
 4. It's beautiful! And I love the quote too :)

  Hope you had a wonderful week, sweetie! xoxo

  ReplyDelete
 5. átti alltaf eftir að hrósa þér fyrir flotta hálsfesti ! kom ótrúlega vel út !! kv. Védís

  ReplyDelete
 6. Fabulous :)))


  LOVE
  minnja

  http://minnja.blogspot.com/

  ReplyDelete
 7. Eigum við ekki að fá að sjá neinar prom myndir ?
  En annars segi ég það aftur hálsmenið þitt er geggjað!

  Vaka

  ReplyDelete
 8. Virkilega fallegir skartgripir! :)

  ReplyDelete
 9. Hello,
  I loved your blog! It is so cute...
  I am following, sure...
  Can you follow me too???
  I would be very happy!
  Kisses
  Alice
  http://thecutepearl.blogspot.com

  ReplyDelete