Monday, June 27, 2011

,,when the night never gets dark..."


©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Sumrin í Mývatnssveit eru áhugaverð. Hvort sem þú fylgist með árlegum fyllerísfótbolta af hliðarlínunni eða kúrir við varðeld með góðu fólki í Rjóðrinu, þá er gaman.  Sumrin í Mývatnssveit eru einfaldlega góð. 

I simply love the summer time in Iceland – when the night never gets dark. For the last three years I have been working in Mývatnssveit and I love it there. Watching drunk people play football or partying outside with my friends, all night long…that’s a big part of my Icelandic summer.  Lovely!

P.s. I'm also in love with the new Fleet Foxes CD! Enjoy:*

Sunday, June 26, 2011

,,...we all know at least one ghost house"

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Í gær skutluðumst við systkinin upp í Laxárdal. Eftir að hafa losað okkur við Gums(rauðhærðan, myndarlegan, til að gera fullorðinn – bróður minn) langaði þeim styttri ekkert að halda heim. Þeim langaði að sjá draugahús, alvöru draugahús! Þess vegna enduðum við á Ljótsstöðum. 

Þó allt hafi verið bjart leist þeim ekkert á blikuna. Það er liggur einhver dulúð yfir svona stöðum. Á Ljótsstöðum bjó maður en eftir að hann dó var dótið hans aldrei tekið saman. Dagatalið hangir enn í eldhúsinu með deginum sem hann dó enda hefur enginn verið þarna , eftir hann,  til að rífa af því. Fötin hans hanga enn í skápnum og skór liggja í andyrinu.  Þráni bróður mínum þótti ég vera of mikill ,,spæjari“ og taka of margar myndir.  Honum var hætt að lítast á blikuna. Innarlega í húsinu var hurð sem á stóð ,, varúð“  og þegar ég ætlaði að laumast þangað inn fannst honum komið gott af þessari heimsókn okkar - ,,Þarna eru þið orðin of forrvitin".  Tvö lítil, ört tifandi hjörtu héldu því út ásamt  spæjaranum. Við sannfærðum okkkur um að þarna byggi góður draugur.