Sunday, June 26, 2011

,,...we all know at least one ghost house"

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Í gær skutluðumst við systkinin upp í Laxárdal. Eftir að hafa losað okkur við Gums(rauðhærðan, myndarlegan, til að gera fullorðinn – bróður minn) langaði þeim styttri ekkert að halda heim. Þeim langaði að sjá draugahús, alvöru draugahús! Þess vegna enduðum við á Ljótsstöðum. 

Þó allt hafi verið bjart leist þeim ekkert á blikuna. Það er liggur einhver dulúð yfir svona stöðum. Á Ljótsstöðum bjó maður en eftir að hann dó var dótið hans aldrei tekið saman. Dagatalið hangir enn í eldhúsinu með deginum sem hann dó enda hefur enginn verið þarna , eftir hann,  til að rífa af því. Fötin hans hanga enn í skápnum og skór liggja í andyrinu.  Þráni bróður mínum þótti ég vera of mikill ,,spæjari“ og taka of margar myndir.  Honum var hætt að lítast á blikuna. Innarlega í húsinu var hurð sem á stóð ,, varúð“  og þegar ég ætlaði að laumast þangað inn fannst honum komið gott af þessari heimsókn okkar - ,,Þarna eru þið orðin of forrvitin".  Tvö lítil, ört tifandi hjörtu héldu því út ásamt  spæjaranum. Við sannfærðum okkkur um að þarna byggi góður draugur.

6 comments:

  1. Dásamleg saga og stórgóðar og skemmtilegar myndir :-) luv - Móða

    ReplyDelete
  2. Amazing pictures as usual!
    I'm glad you're back!
    <3

    ReplyDelete
  3. In english pleeaase :-)
    Rigtig fine billeder Dóra! Hilsen Sofie

    ReplyDelete
  4. Sko! Það er ekki bara ég sem er hrædd við draugana þarna ;)
    En virkilega flottar myndir - þær eru óvenju ekki-krípí miðað við hvar þú tókst þær haha

    ReplyDelete
  5. So glad you're back! Gorgeous pictures, sweetie :) xoxo

    ReplyDelete
  6. Einhvern daginn ætla ég að hætta mér þarna inn! Ekki vegna þess að mig langar heldur bara því ég verð.
    -Örn

    ReplyDelete