Monday, July 18, 2011

...salt water

Even Castles made of sand, fall into the sea, eventually.
Jimi Hendrix



©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
The cure for anything is salt water: sweat, tears or the sea.
Isak Dinesen

Thursday, July 14, 2011

..romantic side of flying!

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
ti
 Í síðustu viku fór ég með vinkonuKrúttinu mínu Írisi í útsýnisflug hjá Mýflugu. Við vorum ekkert þær svölustu þegar við settumst í “skottið” á “flugvélinni” og rifumst um olbogaplássið. Vélin tók sex manneskjur, með flugmanninum. Þegar flugmaðurinn bað okkur svo um að skella haldinu á hurðinni niður til að læsa henni..því annars myndi hún opnast þá fengum við smá hnút í magann( þar á undan hafði kvaddi yndislegur starfsmaður staðarins okkur með því að segja ,, vonandi sjáumst við svo aftur á eftirJ “) . Lovely. En eftir flugtakið þá fórum við að njóta! Landið okkar er nú snoturt. Ofur heillandi. Við flugum um Mývatnssveit og yfir Öskju. Herðubreiðin blikkaði okkur með fegurð sinni og Ódáðahraunið næstum brosti til okkar. Það voru því ekkert lítið sáttar snótir sem stigu út, lifandi, eftir frábæra útsýnisferð og skelltu sér á Daddi’s pizza stað svæðisins.

I went sightseeing with my friend last week over the place where I live. It was amazing! Really loved it … although I was a little bit scared in the beginning - The “plain” was so small and you didn’t have much space. It could just fit six people in it.. but we made it alive ! Wuhu ;) 

....I think it is a pity to lose the romantic side of flying and simply to accept it as a common means of transport....  
~Amy Johnson

Sunday, July 10, 2011

Snarkið í stjörnunum, sólin og ég.

©Halldóra Kristín Bjarnadótti

Notalegheit. Sól, loksins sól! Teppi, sólarvörn, freknur og Snarkið í stjörnunum.  Ég er bókstaflega að gleyma mér við að lesa Snarkið í stjörnunum  eftir Jón Kalman. Yndislegur penni.

Annars er djammlaus fríhelgi að baki. Verð að viðurkenna að um tíma titraði ég að innan, langaði svo að gera eitthvað sumarlegt og flippað. Ég endaði á því að flippa hvað mest með afa. Best. Virkilega góð helgi.  Ég, afi og Christiane keyrðum um norðausturströndina í gær. Ég gat ekki kallað það, það að ég hefði komið þangað og afa langaði að kanna nýja Vopnafjarðarveginn. Fallegt svæði, þó afi hefði þurft að lýsa tignarlegum Smjörfjöllunum fyrir mér..það var engin frábær fjallsýn;)  Lýsingar afa svíkja hins vegar  engan . Við þræddum hvern dalinn út á enda og nú er ég fróð um kosti og galla bújarða þessa svæða.  Inn á milli ,,plankaði“ afi fyrir mig – lóðrétt. Snoturt. 

Annars eyddi ég helginni á hestbaki og tók kósí rölt með Sólrúnu um Aðaldalshraunið okkar. Fínar þessar fríhelgar. r