Sunday, July 10, 2011

Snarkið í stjörnunum, sólin og ég.

©Halldóra Kristín Bjarnadótti

Notalegheit. Sól, loksins sól! Teppi, sólarvörn, freknur og Snarkið í stjörnunum.  Ég er bókstaflega að gleyma mér við að lesa Snarkið í stjörnunum  eftir Jón Kalman. Yndislegur penni.

Annars er djammlaus fríhelgi að baki. Verð að viðurkenna að um tíma titraði ég að innan, langaði svo að gera eitthvað sumarlegt og flippað. Ég endaði á því að flippa hvað mest með afa. Best. Virkilega góð helgi.  Ég, afi og Christiane keyrðum um norðausturströndina í gær. Ég gat ekki kallað það, það að ég hefði komið þangað og afa langaði að kanna nýja Vopnafjarðarveginn. Fallegt svæði, þó afi hefði þurft að lýsa tignarlegum Smjörfjöllunum fyrir mér..það var engin frábær fjallsýn;)  Lýsingar afa svíkja hins vegar  engan . Við þræddum hvern dalinn út á enda og nú er ég fróð um kosti og galla bújarða þessa svæða.  Inn á milli ,,plankaði“ afi fyrir mig – lóðrétt. Snoturt. 

Annars eyddi ég helginni á hestbaki og tók kósí rölt með Sólrúnu um Aðaldalshraunið okkar. Fínar þessar fríhelgar. r

1 comment: