Ég hef komist að því að það að kveðja er ekkert sérlega létt athöfn. Vikan hjá mér hefur þó verið góð. Vann síðasta daginn minn á Fuglasafninu á föstudaginn síðasta og eftir það var ekki aftur snúið, ég neyddist til þess að hefjast handa við að kveðja og pakka. Yndin mín Sverrir og Guðný hafa verið mér alveg ómetanleg og ætli ég hafi ekki áttað mig á því að ég væri í raun og veru að fara til Ítalíu þegar ég var búin að tæma litla herbergið mitt í Mývatnssveitinni og vafði örmum mínum utan um hálsinn á þeim. Knúsaði svo Þóru mína á leiðinni í heim í dalinn. Snótinn skellti upp skeifu og gaf mér ís :* Laugardagurinn fór í "pakkerí-panikk"..hvaða dama kemur fötum og helstu nauðsynjum fyrir, fyrir allavega hálft ár í eina tösku sem aðeins má vega 20 kg? Ég rétt slapp.. en elsku búðirnar í Ítalíu meiiiiga knúsa mig! Mamma og pabbi skelltu svo í síðustu kvöldmáltíðina og snæddum við fjölskyldan saman eðal læri og fínheit ásamt afa og ömmu. Síðan kíkti ég yfir í Búvelli til fjölskyldu minnar númer 2 þar sem ,,eftirréttar - veislan" tók við mér. Simbi hafði að sjálfsögðu skellt í úrvals kakóið sitt og Sólrún og Hulda bakað þó nokkrar möffins og skreytt listilega;) ,,Bæ!" virtist vera þemað haha.. Til að tryggja að allir rúlluðu inn í draumaheiminn að snæðingi loknum voru vöfflur og tilheyrandi einnig á borðinu. Ómæ.
Sunnudagurinn var síðan erfiður en endaði fyrir sunnan ;) Síðustu daga hef ég verið að snúast, knúsa og kyssa ættingjana og versla "ferða-nauðsynjar" . Rólegur og góður dagur í gær með ömmu Diddu og afa Helga, kvöldmatur í Álfaskeiðinu þar sem ég náði einnigað knúsa Grímshúsar fjölskylduna mína og eitt stk. Írisar faðmlag. Átti náðugar stundir með Stínu og Steina, hitti auperíuna snotru sem var einu sinni hjá fjölskyldunni og knúsaði Ingu Jónu Hagkaupsdömu.. sé svo fram á að vakna og knúsa Þórey og co - þangað til Húbbi kreistir fram tár ;) Amma Þóra ætlar svo að sjá um að koma okkur Sólrúnu á flugvöllinn. Brottför 16:50. Á þessum tíma á morgun verð ég stödd í Mílanó, borg tískunnar. Fljúgandi fugl.
Ciao ;)