Wednesday, August 25, 2010

korter í brottför...


Elsku,elsku Mílanóferðin okkar Sólrúnar hófst á fimm tíma ljúffengri seinkun:* Sem þýðir að við verðum að lenda í borginni á milli 3 og 4 í nótt.. engar rútur þá á ferðinni svo snotru leigubílsstjórarnir neyðast til þess að hafa af okkur þó nokkrar evrur. Hótelið sem við ætluðum að vera á tjékkar heldur ekki inn á nóttunni svooo það er búið að redda fyrir okkur öðru hóteli sem við eigum að gista á fyrstu nóttina, eða það sem eftir verður af henni.. ehh :) Svooo dröslum við töskunum yfir á hitt þegar við vöknum. 

Dagurinn í dag hefur þó verið náðugur hjá okkur. Kíkkuðum út að borða á Aroma og aðeins í búðir. Snæðingur með Hildi og Sveinbirni Þorra í bakaríinu um kaffileitið og sykursætur rómófílingur í loftinu. En nú er að koma að þessu.

Mamma ekki gráta. Hulda ekki örvænta.

Farvel, Dóra og Sólrún sem geta ekki beðið eftir því að tárast úr störu yfir ,,The last supper " ooog öllu fíneríinu!

2 comments:

  1. týpískt að það skuli vera seinkun! En það gerir þetta bara meira spennandi, meira vesen sem verður meira ævintýri! haha.. góða ferð og gangi ykkur vel út ;)

    ReplyDelete
  2. Verð að viðurkenna að ég var mjög fegin þegar smsið kom um nóttina að þið væruð komnar á hótel ;-) dásemdar dagar framundan. Hlakka til að heyra frá ykkur. Knús mamma

    ReplyDelete