Wednesday, August 18, 2010

Life is beauty, admire it..

Sumarið mitt hefur verið yndislegt. Fullt af hlátri, fullt af hjólaferðum í vinnuna, fullt af íslensku djammi, fullt af freknum, fullt af góðum minningum. Fullt af allskonar fegurð!

Trúi ekki að það séu í raun bara sjö dagar í að ég láti mig hverfa af skerinu. Tíminn líður ótrúlega hratt. Vikan verður fljót að líða og áður en ég veit af verðum við Sólrún viltir spekingar í verslunum Mílanóborgar! Ekki laust við smá kvíða fyrir því að kveðja alla og svo Sólrúnu á flugvellinum þegar hún fer heim eftir fimm daga, verslunarfyllerí og fjölskyldan mín í Brunate tekur við mér. En spenningurinn yfir því að vera að fara í raun og veru og öllum tækifærunum í lífinu, kaffærir nánast öllum kvíðanum! Ný tilfining get ég sagt ykkur hjá mér. Auperína í fjallaþorpi í Ítalíu :)

- DóraKristín

1 comment:

  1. Ohh þetta verður algjört ævintýri. Hlakka til að fylgjast með þér hérna á blogginu.

    Knús, frænka.

    ReplyDelete