Thursday, September 2, 2010

Against the drugs


Það fer virkilega vel um mig hér í Brunate, í augnablikinu kannski of vel því ég varla nenni að hanga inni og blogga. Ferðin okkar Sólrúnar var æðisleg og ég lofa að koma með nokkra punkta um hana og skreyta vel með myndum. En núna ætla ég hins vegar að hreyfa mig, hoppa í sturtu og taka svo lestina(sem er nánast lóðrétt) beint niður brekkuna til Como. Þar mun ég sennilega sytja  í dag við höfnina, horfa á mannlífið, lesa góða bók, safna freknum og jafnvel fá mér vel valdar ískúlur. Ísinn hér er svo góður að ég held ég muni aldrei aftur geta borðað ís heima. Samanburðurinn hjálpar íslenska ísnum allavega ekki.

Sólrún sendi mér hins vegar smá frásögn af ehh, aðstæðum sem við/ég lentum í. Ég vil meina að ég hafi komið mér ágætlega út úr þessu og ætla því að skella frásögn Sólrúnar hér. Veit ekki hvað ég var að hugsa haha..en mér til stuðnings þá fór ég að tala við þá afþví að ég var svoo fegin að heyra almennilega ensku hér eftir allskonar babl síðustu klukkustundirnar.,,Against the drugs" virðist líka vera alvöru samtök því við rákumst á helling af fólki seinna í ferðinni að safna fyrir þessu málefni, hér og þar. Njótið, ég er ekki ljóshærð ;)

Á fyrsta degi okkar í Mílanó fórum við niður í miðbæinn að dómkirkjunni og torginu þar sem allt var morandi í sölumönnum og fólki sem vildi endilega reyna að ná sem mestum pening út úr vitlausum útlendingum. Þar sem við lítum eins ó-ítalskt út og mögulegt er, voru flestir á þeirri skoðun að við værum auðveld skotmörk. Við náðum þó fljótt að afsanna það með nettum frávíkjunum og hunsunum og eigum þessum hæfileikum okkar það að þakka að nú eigum við ekki fáránlega dýr vinaarmbönd! Við eyddum deginum m.a. í rölt um ýmsar snotrar götur og á einni af þessum götum vorum við stoppaðar af manni sem, ótrúlegt en satt, talaði bara alveg ágæta ensku! Ég beitti hunsunar-aðferðinni og hélt áfram að rölta en varð fljótt vör við það að Dóra var ekki á eftir mér. Ég sneri mér við og sá mér til mikillar skelfingar að hún var að tala við manninn sem leiddi hana að borði og bað hana að skrifa nafnið sitt á undirskriftrarlista ,,against the drugs!“ Dóra gat náttúrulega ekki sagt nei, en til þess að vera alveg viss um að þessi maður myndi ekki finna hana aftur, skrifaði hún Dóra Soffía, Reykjavík og var bara helvíti ánægð með sjálfa sig fyrir að hafa snúið svona á þennan mann. Gleðin entist þó ekki lengi þegar hún sá að á blaðinu var tóm lína og fyrir ofan hana stóð ,,donation“. Hún renndi augunum lauslega yfir hinar undirskriftirnar og sá að fólk hafði flest verið að gefa um 20 evrur (u.þ.b. 3000 ísl). Henni langaði frekar að eyða peningnum í eitthvað fallegt (helst úr H&M) þannig að hún sagði við manninn ,,Sorry, I don‘t have any money“. Maðurinn ætlaði ekki að gefast upp þannig að hann sagði ,, Please, anything will help! Maybe you‘ve got some change?“ Dóra, af góðmennsku sinni, opnaði veskið og sturtaði öllu klinkinu sínu í lófann til þess að finna eitthvað sem hún gæti gefið manninum. Hann horfði á hana taka upp nokkrar evrur og leggja þær til hliðar en að lokum fann hún einn lítinn koparlitaðan pening og rétti manninum, stolt á svip yfir framlagi sínu. Svo stakk hún afganginum af klinkinu sínu aftur ofan í veskið sitt og gekk ánægð af stað en maðurinn varð eitthvað skrítinn á svipinn. Við hugsuðum ekki meir um þetta fyrr en við fórum og keyptum okkur ís fyrir klinkið. Þá komumst við að því að Dóra hafði með miklu stolti gefið samtals 1/10 úr evru til þess að hjálpa við að berjast ,,against the drugs“. Við erum þess handvissar að framlag hennar hafi skipt sköpum í baráttunni og hver veit nema nú sé einni uppdópaðri manneskjunni færri á Ítalíu, allt vegna Dóru og 10 sentanna sem hún svo rausnarlega gaf!

4 comments:

  1. Þú ert bara snillingur Dóra min, notaður bara peningana þína til að halda þér "í búðunum" og frá eiturlyfjunum!
    Ég segi bara "gott með þig"
    Knús frá eyrinni
    Nanna

    ReplyDelete
  2. Hahaha þetta er snilld! þú ert yndisleg! og ekkert jafnast á við H&M! HaMingja !

    knús frá bókasafninu (sæunn)

    ReplyDelete
  3. Tær snilli hahaha Það jafnast ekki nokkur á við þig kæra dóttir ;-)
    knús mamma

    ReplyDelete
  4. Hahaha... þetta er dásamleg saga! Ég er ánægð með þig, maður á að nota peningana í H&M þegar að maður hefur það svona handan við hornið! ;)
    -Magnea Dröfn

    ReplyDelete