Sunday, April 10, 2011

,,My high-flying bird"

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

I had to make jewellery that reminds my of the town Holbæk, where I live now.  I choose to work with the seabirds because I almost always go down to the sea when I’m down in Holbæk. That’s why I made this ring inspired by flying birds. Hope you like it.
Í síðustu viku áttum við að búa til minjagrip fyrir bæinn Holbæk. Ég var ekki alveg í túrsistastuðinu og ákvað því að sleppa Holbæk blikkskiltinu í þetta skiptið. Í staðin valdi ég að vinna með sjófuglana þar sem fuglarnir og höfnin setja svip sinn á bæinn. Oftast enda ég niðrá höfn þegar ég labba niðreftir og fylgist með fuglunum svo þessi hringur mun allavega minna mig á Holbæk. Ég er bara nokkuð ánægð með hann. Hann er líka nokkuð þægilegur þar sem ég pússaði hann þangað til hann varð silkimjúkur viðkomu..kósý kríli.
Annars var helgin óksöp ljúf. Skellti mér til Köben á föstudeginum þar sem við skoðuðum skartgripa gallerí (myndir væntanlegar, býst ég við.. ) - virkilega góð ferð enda sáum við margt fallegt þrátt fyrir að það hafi verið frekar hvasst. Í lokin settumst við niður á yndislegt, mjög danskt kaffihús og höfðum það notalegt og svo kíkti ég svolítið í búðir ;) 
Á laugardeginum lá ég mest í sólinni. Ég gæti hins vegar hafa vaknað um morguninn, hoppað í sturtu, skellt rakakremi framan í mig og skokkað út í skóg...jafnvel lagst niður í grasið við danska uppáhalds akurinn minn og kúrt í rúmar þrjár klukkustundir með lokaða bók við hlið mér. Rakakrem og sól í þrjá tíma? Já ég lít út eins og LOBSTER :* Skrælnuð skrölti ég svo heim, spáði í skartgripum, borðaði ljúffengan kvöldmat og sötraði rauðvín með stelpunum út á palli á meðan við dáðumst af ungum, efnilegum tónlistarmönnum sem höfðu skellt trommusettinu og magnaranum út á lóð.. svakalega færir haha. Svo færðum við okkur inn og horfðum á The last king of Scotland - sem er virkilega góð. Um kvöldið var barinn færður út og eldur tendraður. Ljúft partý! Ljúft líf. 
Vilji þið að ég haldi áfram? Jahh í dag hef ég mest kúrt í sólinni, borðað ís, kíkt í tveggja krónu búðina ( já búð sem selur föt og fleira á tvær danskar krónur! Flíkin þarna inni kostar mig sem sagt svona 42 íslenskar krónur..love it) .. kíkkaði aðeins inn og gerði einn hring en fór svo aftur út í sólina og hafði það ljúft. Horfði meðal annars á Védísi klippa Óla með tilþrifum... nokkuð glæsilegt;) Kvöldmaturinn var borðaður úti í góða veðrinu og svo var súkkulaðikaka í kvöldkaffinu. Æi já, ljúfa líf.
Næst á dagskrá kúra sig inn í sængina:* Góða nótt sykurfroðufrauð:*

7 comments:

 1. Þetta er flottur hringur :-)
  en hentar mér kannski ekki, þú býrð til eitthvað fallegt handa pabba þínum !

  ReplyDelete
 2. Þessi hringur er virkilega fallegur!
  Og, haha, ég hló upphátt að lobster setningunni þinni ;)
  Love :*

  ReplyDelete
 3. Wow! That's just lovely, sweetie!

  Hope you had a wonderful weekend :) xoxo

  ReplyDelete
 4. Nice ring and great picks!

  xx

  http://lipstickcandy.blogspot.com/

  ReplyDelete
 5. Vá! Elska hringinn þinn.
  Hlakka til að sjá meira :)

  ReplyDelete