|
Snotri skólinn minn. |
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Veðrið var yndislegt í dag. Í hádegishléinu fór ég því í göngutúr um svæðið hér í Holbæk..oog tók myndavélina að sjálfsögðu með. Það sem ég er skotin í ökrum og fallegum trjám. Góð helgi framundan! Reyndar beil á tveimur sveittum rave-partýjum en Þórey systir mömmu er að koma og ég ætla að fara með henni í heimsókn til Áslaugar í Odensen. Held það verði virkilega notaleg helgi. Búðir, kaffihús og rölterí? ..vill líka svo óheppilega til að ég tók ekki mörg skópör með mér út svo tæknilega séð vantar mig skó? :)
Annars er ég ósköp þreytt í augnablikinu. Nýjasta geðveikin hjá mér er að vakna 05:30 og labba í korter ein í myrkrinu að næstu sundlaug. Fékk næstum hjartaáfall um daginn þegar ég var fersk á leiðinni og hóstandi gömul kona hjólaði framhjá mér og bauð mér góðan daginn. En þegar ég er komin á staðinn þá er þetta meira en lítið hressandi. Hvað er betra en að byrja daginn á sundi með gömlu dönsku fólki og skella sér svo í gufu fyrir skólann? Tjahh.. en guð minn góður, klukkan tifar og ég er að missa af mikilvægum svefn-mínútum.
Njótið helgarinnar krúttbangsar. Ég ætla að gera það - Godnat skat :*
Today I went for a walk. The weather was amazing. Hope you're going to enjoy your weekend people! :)Ciao :*