Wednesday, January 5, 2011

Germany - Gunzenhausen

Hr. Svín
Svííín eru fííín - jubbjubbjubb
Eins og svo oft áður endaði þessi bæjarferð mín á því að dröslast með nokkra poka :)
Á leiðinni "heim" til Ítalíu - elsku Alparnir í Sviss.

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Ég er enn fyrir norðan í sælunni. Afa Guðmundi þótti það fráleitt og fáránlegt að ég þyrfti að fara suður fyrr en rétt fyrir brottför út. Óþarfi að neyðast til að dvelja þarna fyrir sunnan, frekar enn í neyð, sjáðu;)  Því varð niðurstaðan að ég flýg suður annaðkvöld. Elsku Þórey mín ætlar að ná í mig á flugvöllinn og yndæli Stebbi að skutla mér á Keflavíkurflugvöll á föstudaginn. Danmööörk og skóli. Er að farin að átta mig á þessu, örlítið betur núna. Verð hjá Júlla í tvo daga svo áður en hann kemur mér til Holbæk :)

Dagurinn í dag hefur verið ósköp notalegur. Ég gisti í kotinu hjá afa og ömmu á hæðinni fögru. Þar fer vel um mig. Afi vakti mig svo í morgun og við snæddum saman hafragraut:* Gerist varla betra. Síðan hafði ég mig út og heimsókti uppáhöldin mín, hestana mína. Þeir voru bara pattaralegir og sælegir;) Fann fyrir fiðring í maganum af löngun í íslenskt sumar og hestastússerí.

Úti er hvítt. Í augnablikinu sit ég inni og afi sefur hér í hægindastólnum sínum við hliðina á mér. Ég ákvað að skella inn myndum sem ég tók fyrir mánuði síðan þegar ég var í Gunzenhausen í Þýskalandi. Flestar eru teknar þar en þó sumar á heimleiðinni. Gunzenhausen er voðalega snoturt þorp, lítið og heimilislegt. Vonandi nutu þið myndanna.

Ætli ég klári svo ekki að pakka á eftir. Taki niður jólaskraut og knúsi fjölskylduna mína í smákökur. Er að reyna að vinna í því að pakka "gáfulega". Sagan segir að það sé mjög kalt í Danmörku núna en í bland við fatnað þarf ég víst að taka með mér pensla, málningu og gersemar;) Húkka far með einhverju skipi bara heim í vor!

Heyyy, farið vel með ykkur sykurfroður:* Ciao !

3 comments:

 1. Your photos are beautiful as always :)

  Marc.
  http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

  ReplyDelete
 2. Virkilega snotur bær!
  .. en ég er samt ekki alveg viss um að það virki að húkka sér far með skipi.. ;)
  Ég er svo til í hestasumar!

  ReplyDelete
 3. Beautiful pictures, love them! <3

  ReplyDelete