Thursday, January 20, 2011

Week two - Sculptures :)

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Kann betur og betur við mig hér í Danmörku. Lýðháskólalífið er of ljúft. Hefðbundinn skólavika hófst á mánudaginn og varð grafík-teikning og ljósmyndun fyrir valinu, fyrstu sex vikurnar. Grafíkin er fín og Zven kennarinn minn áhugaverður. Ljósmyndunin er hins vegar hingað til, mögnuð. Við vorum látin búa til okkar eigin myndavél sem við höfum svo verið að æfa okkur á að taka myndir á, framkalla og vinna með. Skelli inn myndum af  "græjunni" og ljósmyndum af fyrstu myndunum við tækifæri.

Félagslífið hér er virkilega gott og nóóóg að gera. Verð meira að segja að játa að ég er í þessum töluðu orðum að "beila" á partíi. Tónlistin glimur enn um vistina þó að "kaffi-barinn" hafi verið opnaður. Hópurinn minn í teikningunni á morgun er nefnilega að fara að skella sér til Köben og við ætlum nokkrar stelpur að skoða okkur betur um þar að skóladegi loknum - svooo ég ætla að vera sæmilega hress og minna þreytt;) Svo ég hunsa ,,Kúúmfúúú mæææghh" og íhuga að kúra mig ofan í koddann og hristast inn í svefninn í takt við kröftugar bassalínurnar hér á vistinni.

Síðasta laugardag var fyrsta "skipulagða" partíið hér á svæðinu. Þemað var Vilta vestrið og var ótrúlega vel staðið að öllu. Byrjuðum á því að koma í búningunum okkar í kvöldmatinn klukkan 18:00 en þar tóku stútfullir diskar á móti okkur, af allskyns kjöti og meðlæti, í anda kúreka og höfðingja. Pakksödd snæddum við svo eftirréttinn, pönukökur, ís og ekta berjasultu. Örvæntingafull rúlluðum við svo út úr matsalnum því við þurftum að leita af týndum furðufugli sem hafði falið sig á skólasvæðinu. Furðufuglinn geymdi nefnilega lykilinn af barnum! Endalaus fagnaðarlæti ...þegar hann fannst og partýið hófst þar með. Dansað var svo fram eftir nóttu og voru síðustu hræðurnar að skríða í bólið um 11 um morgunin, eftir að hafa kveikt varðeld, segir sagan.. haha.

Myndirnar hér að ofan eru af verkum sem skúlptúrsáfanginn gerði í vikunni. Ótrúlega flott hjá þeim! Svo margt áhugavert í gangi hér!  Hlakka til á morgun. Megið búast við helling af myndum um helgina;)
Annars eru flestir að fara héðan af svæðinu þessa helgina. Ég hins vegar ákvað að vera bara hér. Partý annaðkvöld og á laugardaginn og svo verður örugglega bara notalegt að hafa svæðið, bókstaflega fyrir sig. Ætla að njóta þess að koma mér betur fyrir í herberginu mínu, teikna, grafík-ast, taka ljósmyndir, mála .. fara út að skokka .. jafnvel kíkja í sund, skoða skóginn og svæðið hér í kring, kynnast nýju fólki betur o.s.frv. Hljómar eins og fín helgi. Farið vel með ykkur - Farvel:*

7 comments:

 1. Æðislegt det hele!! ekki hissa þó þú njótir!!
  Ömmuknús

  ReplyDelete
 2. Great pictures, loving the 'industrial' vibe!

  ReplyDelete
 3. Hey var ég búin að segja þér að ég elska myndirnar þínar? ;)
  Ég verð að segja að mér þykir helgarplanið þitt hljóma mög vel!
  Skemmtu þér í Köben :*

  ReplyDelete
 4. Beautiful pictures. I love that glass sculpture in the first picture; it really moved me. xo style, she wrote

  ReplyDelete
 5. Ooh thanks all! I really love this work that the kids did!

  ReplyDelete