©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Það var svo yndislegt að komast aðeins í burtu yfir helgina, fara á hestbak og slaka á:) Kæmi mér ekki á óvart ef ég endaði aftur þarna í kósíheitunum um næstu helgi enda verð ég að safna kröftum fyrir Berlínarferðina þann 10 mars! Trúiiii ekki að það sé að verða svona stutt í hana, ooh það verður endalaust gaman.
Annars var frekar erfitt að vakna í morgun. Það virðist vera mest freistandi að kúra á mánudagsmorgnum. En það tókst og ég ætla að skella mér yfir í vöruhönnun. Efir hádegi er ég svo í ljósmyndun..frekar erfitt verkefni framundan hjá mér þar. Veit ekki hvernig ég ætla að leysa það..já ég á að taka mynd af mér sem foreldrar mínir. Áhugavert. Legg höfuðið í bleyti í dag!
Njótið mánudagsins ;)