Saturday, February 19, 2011

Everything you can imagine is real - Pablo Picasso


Verkin sem ég valdi að hafa eftir mig á sýningunni sem verður hér um helgina. Pictures I have been making.

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
 
Tíminn líður óskaplega hratt hér – bókstaflega flýgur. Ég varla trúi að ég sé búin að vera hér í sex vikur og aðeins tólf eftir! Fyrstu lotunni er lokið og það verður sýning hér á sunnudaginn. Gærdagurinn fór því í að hengja upp og skoða verkin hjá nemendum skólans. Vááá! Það er svo margt áhugavert í gangi og krakkarnir hér stútfullir af æðislegum hugmyndum.  Ég á því líklega eftir að setja inn myndir af allavega broti af þeim skemmtilegu verkum sem eru til sýnis hér.
Eftir ágætis partý í gærkvöldi og að hafa stútað veglegum bland í poka hef ég hugsað mér að nota góða veðrið og skokka um í dönskum skógum.  Í síðustu ferð minni fylgdu þrír snotrir Bambar mér eftir! Ef, ef það væri þægilegt að skokka með myndavélina á sér þá hefði ég tekið myndir af þessum elskum.  Meiri krúttin. Í kvöld er svo eitt af nokkrum risa partýjum sem eru haldin hér reglulega. Þema fjölskyldunnar minnar er „Baywatch” … ójáehjá. Svo framundan, stígur,gott veður, tré, Bambar, sturta, stuttbuxur og sundbolur, hvítvín, góður matur og partý.
Njótið laugardagsins:*
 
 
 

10 comments:

 1. Ekkert smá flott hjá þér :*
  Ég get eiginlega ekki hætt að horfa á síðustu myndina ;)

  ReplyDelete
 2. Jeminn hvað þú ert fær! Myndirnar þínar eru virkilega fallegar:)

  ReplyDelete
 3. Cute photos!!! congrats!
  Kisses!

  http://lipstickcandy.blogspot.com/

  ReplyDelete
 4. So lovely, sweetie! Have a wonderful weekend :)

  ReplyDelete
 5. such haunting and creative works of art! my favorite one is the last! =)

  http://pinkchampagnefashion.blogspot.com/

  ReplyDelete
 6. wow!!! love love love the last one!
  Thank you for passing by and leaving your sweet comment! I hope you know that k come karolina is also on bloglovin, facebook and twitter :) so cu soon!!!
  oh! and there's a GIVE-AWAY on my blog! :)  xoxo from rome
  K.
  http://kcomekarolina.blogspot.com/

  ReplyDelete