Wednesday, September 8, 2010

Dove posso comprare degli abiti?


Get ekki sagt annað en að ég elski þessa skó! oog sé örlítið hrifin af dúllupíu kjólunum mínum, nýju. Tveir af nokkrum :) Það má því segja að ég sé búin að leggja mig ágætlega fram við að ná framburðinum á ,,Dove posso comprare degli abiti?" ;) - en það þýðir sirka ,, Hvar get ég keypt einhver föt?"

Síðustu tvo daga hefur ringt mikið en ég vona að rigningin hafi hvatt okkur áðan með haglélunum og eldingunum. Himininn logaði og þótti litla Íslendingnum þetta þó nokkuð áhugavert. Ég og krakkarnir höfum því haldið okkur inni og ég veit ekki hvaða spil er til sem við höfum ekki spilað. Að sjálfsögðu kenni ég þeim að tapa með reisn! Svo er líka mjög vinsælt að setja upp klikkuð ,,show" hér á bæ og hlotnast mér sá heiður að vera áhorfandi þeirra. Sýningarnar miklu takast á við hin ýmsu málefni en nefnast þær ,, Madame the Cake, Madame the Honey og Madame the Bread - SHOW!!!" Við skemmtum okkur því ágætlega ;)

Í Como er ég nánast búin að eigna mér yndislegt tré en undir það sest ég og les í sólinni. Langt frá því að það fari illa um mig þar! Síðast þegar ég skellti mér niðreftir settist ég líka í Lystigarðinn og fylgdist með "The historical parade". Það var bara nokkuð gaman..stærðarinnar hópur fólks klætt í allskonar sögulega búninga stormaði inn garðinn með tilheyrandi trommuslögum og lúðrablæstri. Svo stilltu þau sér upp og kynntu okkur úllapúllana fyrir sögulegum hefðum og leikjum. Seisei já. Ég hins vegar ákvað að láta gott heita þegar sveittur leðurróni tók upp á því að vilja standa á nákvæmlega sama stað og ég stóð nú þegar á. Kvaddi ég því þegar áhugasamir áhorfendur voru að fá að spreyta sig í stultna-dansi.   

Þarna er snotra tréð!
Ég er líka búin að kynnast aðeins krökkum á mínum aldrei hér í kring sem er bara virkilega gaman. Fór og hitti strák sem býr hér ofar í þorpinu um daginn og hann sýndi mér aðeins þeirra hlið á svæðinu. Allir virkilega almennilegir og var því úr þessu hið fínasta kvöld. Svoo tók að rigna svo ég hef haldið mig inni. Planið er þó að taka allavega góðann göngutúr í morgunsárið ef það verður fínasta veður og skoða mig betur um. Þetta er yndislega ótrúlegt.


 
Bouna notte :*

2 comments:

  1. Þessir skór eru "múah" wonderful!!! Og hvíti dúllu kjóllinn er alveg delicious! :)Svo ég tali nú ekki um tréið...;p
    -Magnea Dröfn

    ReplyDelete
  2. Geggjaðir skór!!! Svo vil ég sjá myndir af þér í kjólunum :D :D
    luvjú - Þórey

    ReplyDelete