Sunday, September 5, 2010

Mi diverto..


Fyrsta vikan mín hér í Brunate hefur verið virkilega góð. Útsýnið héðan er eins og þið sjáið ekki slæmt svo ég hef mikið labbað um og skoðað. Fyrsta daginn lagði ég í að ganga upp að útsýnisturninum eftir nákvæmar lýsingar hvernig ég ætti að bregðast við ef snákur biti mig á leiðinni ( rífa á milli bitsins, kreista og reyna að koma í veg fyrir að eitrið færi út í blóðrásina - sprauta hjá lækni innan við næstu 5 klukkustundirnar). Að sjálfsögðu er þessi eitraði snákur hálf grænn og grár og stígurinn allaleiðinna mosavaxnar hellur. Ég er þó óbitin, enþá:)  Útsýnið frá turninum var æðislegt! Lofa að taka myndavélina með þangað, einn daginn.

Daginn eftir skellti ég mér ein niður í Como og hafði það virkilega gott. Ráð Þóru Valnýjar, frænku minnar voru þó höfð bakvið eyrað ,, No, thank you - Not my cup of tea..Sorry"  ;) haha. Skuggalegur hvítur uxi fylgdi mér þó eftir í örugglega einn og hálfan tíma. En það var bara að verða vinalegt í lokinn, þegar ég loks náði að stinga hann af inn í ísbúð. Uxinn hafði hagað sér þannig að ef ég settist við tré og las bók þá stóð hann við handriðið við höfnina og fylgdist með mér. Síðan kom hann og settist í grasið nálægt mér og þegar ég stóð upp og færði mig þá fylgdi hann eftir stuttu seinna. Ekki má gleyma að hann hélt á virðulegum móturhjólahjálmi allan tímann. Með þeim flottari.

Gærdeginum eyddi ég með fjölskyldunni við strendur Como. Virkilega notalegur dagur en ég uppskar eldrautt andlit en restin pottþétt bara tan ;) ehh. Þau sýndu mér svo aðeins svæðið í kring þegar við keyrðum fram og til baka að ströndinni og váá, held ég hafi heillast aðeins meir.

Þarf ég að minnast á að maturinn hér er virkilega góður? Það var matarboð hér á föstudeginum og ég upplifði mjög skemmtilegan forrétt. Þau áttu harðfisk (sem aupairinn á undan mér gaf þeim) og þau báru hann fram með pestói. Endilega prófið það heima haha.. ehh

Get ekki sagt að ítalskan sé enþá upp á marga fiska en ég byrja í ítölskuskóla í lok sept. Áhugavert.
Ítölsuspeki dagsins: Uno piú uno fa due. - Njótið.

Knús hjeeemmm:*

3 comments:

  1. Æi vá, elska myndirnar þínar og skil fullkomlega af hverju þú nennir ekki að eyða tíma í að vera í tölvunni.. ég fyrirgef þér! Farðu svo út, njóttu og ekki koma inn aftur fyrr en það er farið að kólna (við erum að tala um desember hérna)!
    Ég hló samt smá upphátt þegar ég las um mótorhjólahjálminn ;)
    En haltu áfram að njóta lífsins! Ég reyni að skella í eitt stykki bréf þegar ég hef frá einhverju að segja :P
    Missjú :*

    ReplyDelete
  2. Guð.. þetter tryllt!
    Ástarkveðjur af klakanum.

    Ester frænka.

    ReplyDelete
  3. Sólrún - Hlakka svooo til að fá bréf frá þér, elskuleg..og takk fyrir ,,ljúffengt;)" komment :*

    Ohh já Ester mín, held ég geti ekki kvartað! Knús til baka!

    ReplyDelete