Friday, September 17, 2010

Krúttlega snotur, ljúffeng.


Í garðinum við hliðina á mér býr búttað loðdýr. 
Þó flestir séu elskulegir hér þá mun ég seint telja þetta dýr í hópi þeirra. Í hvert skipti sem ég, eða bara einhver gengur framhjá því ræðst það á girðinguna og gefur frá sér yndislega, háværa hvelli. Heiðarleg tilraun dýrsins til þess að 
sanna fyrir umheiminum að það geti gelt. Það hefur ekki en þá klikkað að mér bregður. Á þessu hefjast því allir mínir snotru göngutúrar. 

Ég er ennþá algjörlega í mínum heimi hér. Ég elska að fara í göngutúra með myndavélina mína og góða bók. Í fyrsta skiptið í langan tíma er ég aftur farin að gefa mér almennilegan tíma til þess að lesa og það er æðislegt. Ég get ekki sagt að ég sé samt öll í tímamótaverkunum því Sabine á helling af skáldsögum eftir Sophie Kinsella svo ég svelgdi í mig,, Confessions of a shopaholic (sem er mjög hentug lesning á þessum stað!)“  ,,The undomestic goddess (varð svolítið skotin í garðyrkjumanninum þar svo mæli alveg með henni) og ,, Can you keep a secret?“ Ágætis skruddur. Eate Pray Love er hins vegar yndisleg. Mun skella mér á hana hér í bíó og gefa ítölsku rödd Juliu Roberts séns. 

Hér bý ég :)
Í frítíma mínum á virkum dögum fer ég því nánast alltaf eitthvert fótgangandi. Ég er að verða búin að finna mér nokkra æðislega útsýnisstaði sem eru tilvaldir til þess að lúðast með bók;) 

Tilfinningin að sitja upp í ítölsku fjalli með góða bók og líta upp og sjá Alpana fyrir framan sig, með útsýni yfir vatnið Como og öll sætu þorpin í kring, hún er eitthvað sem ég er að ná að venjast! Ég elska líka að fylgjast með mannlífinu hér. Ég geng alltaf fram hjá garði þar sem miðaldra hjón bjástra alla daga saman í garðinum sínum, þau eru krútt. Eða gömlu skvísurnar sem hittast alltaf seinnipartinn á veitingahúsi í Como hjá Dómó. Panta sér drykk og spjalla, þær eru krútt. Er líka alltaf að verða meira og meira heilluð af ítölskunni þó það sé erfitt að reyna að hafa sig í að lesa málfræði þegar allt annað er svo spennandi hér, en það kemur..sennilega. Mannlífið hér í Brunate er ekki síðra til þess að velta sér upp úr en í Como. Fylgjast með gamalli krumpu í blómakjól með uppsett hár koma gangandi og stoppa við næsta múrvegg til þess að kallast á við mannninn sem býr í götunni fyrir ofan hana og var í óða önn að slá garðinn sinn, klassa pakki. Eða þurfa að sætta sig við það að innfæddur 70 ára jaxl bruni nánast fram úr þér á kraftgönguröltinu í brekkunum hér. Ber að ofan að sjálfsögðu, hel tanaður með göngustafi! Móment sem ég var til í að sætta mig við. 

Oftast enda ég á að ganga upp að vitanum sem kúrir hér ofarlega í hæðinni. Útsýnið frá honum er ævintýralegt. Í dag náði ég meira að segja þeim árangri að dotta þar í sólinni, já ég er frekar afslöppuð hér haha. 

Síðasta laugardegi eyddum við saman öll á ströndinni, aftur. Veðrið var mjög gott ég gerðist nokkuð djörf og synti lengra út í vatnið, smakkaði á því og ,,drukkknaði tvisvar“ eins og Þráinn sagði þegar við fjölskyldan vorum á ströndinni á Tenerife einu sinni. Fékk þessa fínu öldu sem sagt yfir mig :)  Eftir það hætti ég fljótt að leika hetju og flatmagaði í staðinn í sólinni. Sunnudagurinn fór aðallega í að vera á einhverju bleiku skýi. Ég lagði af stað í eina af þessum gönguferðum mínum. Dýrið gelti, tjékk. Mætti gamallri konu, tjékk. Dáðist af krúttlegu götunum hér, tjékk. Rankaði þó við mér í smá tíma, ekki frá því að tærnar á mér hafi snert jörðina í nokkrar sekúndur þegar verið var  að splasta ,,Fuck you(very much)“ með Lilly Allen í einu dúlluhúsinu hér. Var meira að búast við nettum slagara frá vini mínum Motzart eða kunningja hans Beethoven en ég er víst stödd í nútímanum hér líka;) Göngutúrinn minn endaði á því að ég fór lengstu leiðina sem ég hefði hugsanlega getað fundið niður fjallið hér til Como. Það var hins vegar næstum því ótrúlegt að þegar ég mætti niðrá torgið, útlítandi eins og sviðinn tómatur tók ég þá ákvörðun að elta par inn í leikhúsið við hliðina á Dómkirkjunni. Áður en ég vissi af var ég sest inn í salinn og horfði á æææðislega ballettsýningu! Að sjálfsögðu erum við að tala um ekta leikhússal eins og í bíómyndunum. Rauð þykk tjöld, marmari, málverk í loftinu, svalir og unaður! Að balletnum loknum tók við hip hop danssýning(Step up kikk, í hjartað) þar sem ungar ítalskar píur rifust um ítalska folann sem endaði með að klæða sig í jakkana þeirra. Þjóðdans tók svo við og snotur barnakór en á milli atriða tók alltaf einhver aðsér að „babla“ eitthvað um viðkomandi atriði. Kunnátta mín í þessu tungumáli er þó ekki orðin upp á það marga fiska að ég „næði“  öllu, ehh..en ég held að þetta hafi verið einhver generalprufa sem ég var stödd á ;) Bara yndislegt!
Um kvöldið sveif ég því heim.

Vikan er því búin að vera í alla staði mjög góð. Krúttlega snotur, ljúffeng;) 


Litla sæta gatan mín..

Stígurinn upp að vitanum - þar sem ég þarf að varast snáka.
Vitinn
Saklausir Ítalir - goootttjaa!
Rétt fyrir neðan vitann - Brunate
 Ciao:*

5 comments:

 1. En ótrúlega spennandi:) þú ert æðislegur penni!

  Ég ætla að vera dugleg að fylgjast með þér og þykjast vera þarna úti á meðan ;)

  kv. Katerina Inga
  xx

  ReplyDelete
 2. Vá, hvernig geturðu verið farin að venjast þessu útsýni? En alltaf gaman að lesa þetta og vitinn þinn er virkilega snotur.

  -Sólrún

  p.s. Freknurnar þínar eru virkilega sætar ;)

  ReplyDelete
 3. Sæta mín . Gott að geta fylgst með því sem er að gerast hjá þér og það er greinilega allt yndislegt :)

  ReplyDelete
 4. krúttilegt blogg hjá þér dúllan gaman að lesa og njóta. knús mamma

  ReplyDelete
 5. Æi takk fyrir það Katerina yndi :)Þú mátt líka alveg kíkja á mig;) xox

  Tæplega farin að venjast því Sólrún..en farin að geta lesið nokkrar blaðsíður í einu án þess að líta alltaf upp ;) haha.. En þakka þér;* Freknusöfnun var tekin markvist! ;)

  Knús á þig Stína mín og ammaaa:):*

  ReplyDelete