Monday, September 20, 2010

Ítalir, akstur og ökutæki ;)

Þú heyrir bíl nálgast. Það er flautað. Þú gefur þér fimm sekúndur til þess að skima í kringum þig og reyna að finna smugu „inn“ í hlaðna veggina sitthvoru meginn við veginn. Já, þú ert stödd á einbreiðum vegi, með tvístefnu, í fjallaþorpi á Ítalíu. Þú sérð glytta í bílinn og neyðist til þess að sætta þig við að næsta smuga er of fjarri. Þú þrýstir þér upp við vegginn og vonar að ökumaðurinn sé ekki illa upp lagður. Hafðir ekki hugsað þér að enda sem klesst pönnukaka. Til allra lukku reynist rautt ökutækið vera í minni kanntinum og smýgur fram hjá þér. Þú brosir til ökumannsins á meðan tærnar á þér kreppast saman. Þú laumast jafnvel til að telja þær þegar ökutækið hverfur bakvið næstu beygju. Já, tærnar eru enþá tíu svo þú heldur brött áfram, tilbúin að takast á við gamla Landrover trukkinn sem óvænt er kominn upp að þér. Þú getur ekki varist að bölva góða pastanu sem þú hámaðir í þig í hádeginu. Hefðir þú getað sleppt brauðinu á eftir? Þú ert tilneydd til þess að draga inn magann svo tryllitækið strjúkist ekki við þig. Yndislegt.
                                           
Það er upplifun að fylgjast með umferðinni hér á Ítalíu. Flestar göturnar í nágrenni við mig eru einungis áhugaverðar. Þegar bíll nálgast beygju, sem er að sjálfsögðu nánast alltaf blindbeygja ( vegna trjáa, múrveggja eða húsa) þá flautar ökumaðurinn hér nokkrum sinnum til þess að forðast að fá bílinn, sem huganslega er að koma til móts við hann, framan á sig.  Vegirnir í götunum hér eru það mjóir að bílar geta aðeins mæst á 15 km hraða og styðjast þarf, nánast við reglustriku til þess að koma í veg fyrir óþarfa rispur og beyglur. Oft geta þeir þó ekki mæst og þarf því annar bílstjórinn að gefa sig og bakka eftir fíngerðri götunni þangað til hann getur smeygt sér einhversstaðar inn. Ég þarf svo varla að nefna að á þessum sömu götum gengur fólk líka þar sem gangstígar eru frekar sjaldgjæfir í þessum gömlu þorpum. Reiðhjólamenn eru einnig mjög algengir eða vespur á mikilli ferð, en vespur eru þó eina vitið hér ef þú ert mikið einn á ferðinni. Þrátt fyrir slæmar aðstæður keyra lang flestir Ítalir eins og brjálæðingar, reykja og tala í síman á meðan. Svo hver ferð í bíl hér er einstök. Merkilegt hvað framúrakstur er þeim spennandi! Um daginn fórum við í gegnum götu sem við þurftum að leggja hliðarspeglana upp að bílnum, til þess eins að komast í gegn. Að sjálfsögðu mættum við svo bíl sem neyddist til þess að reyna að bakka vegna þess að við vorum á „míni“ bus. Áhugavert allt saman, er farin að skilja afhverju það er ekki ætlast til þess að ég þurfi að keyra hér. Þegar það fer að rökkva er svo notast við ,,blikk-tæknina“ og blikkað með ljósunum fyrir beygju og í beygjunni. Þannig er reynt að koma í veg fyrir óþarfa samakstur.  Snilld.

Dæmi um tvístefnu !

Verslunargata, full af fólki og tvístefnu :)
Þrátt fyrir þröngar götur kjósa samt þó nokkrir að keyra á þessum lúxus kerrum. (fyrir pabba;) )
Þetta er nú samt algjört krútt..þó það sé sjaldan spes að mæta því hér:*

Þetta var mitt fyrsta og sennilega síðasta "bíla-blogg" ;)
XOXO ;) :*

2 comments:

  1. Ítalir eru augljóslega smekkmenn á bíla ! Allar gerðir af Rover jeppum :-)

    ReplyDelete
  2. Haha vá, ég hló svo mikið þegar ég las þetta!

    ReplyDelete