Wednesday, September 29, 2010

Diskó klassík !

Ég sat og beið eftir að rútan sem átti að ferja mig til Belgamo mætti á stöðina.
Það virtust ekki margir ætla að skella sér með mér í þessa merku ferð en þegar ég leit upp úr bókinni tók ég eftir Ítala sem nálgaðist mig. Hann var að sjálfsögðu klæddur í kvartbuxur og við þær hafði hann valið að klæðast glæsilegum pólóbol með sól framan á. Áður en ég vissi af stóð maðurinn fyrir framan mig, otandi mp3 spilaranum sínum að mér. Ég er nokkuð viss um að hann var að reyna að komast að því hvort ég lægi á auka batteríi. Því miður var ég ekki með það á mér í þetta skiptið svo hann var neyddur til þess að halda leitinni áfram. Augu mín rötuðu aftur niður á blaðsíðu bókarinnar. Ung blaðakonan var yfir sig hrifin af manni að nafni Max, draumaprinsinn – kaflinn hefði ekki getað gerst áhrifaríkari og meira spennandi svo ég mátti ekki við fleiri truflunum sem þessum. Seisei nei ;) Það líða þó sennilega ekki nema 10 mínútur þangað til ég verð vör við undarleg hljóð. Hálfgerð ískur sem virðast mynda orð. Ítölsk orð, get nánast svarið það. Ég var tilneydd til þess að líta upp úr bókinni og fresta því örlítið að komast að því hvort kellan næði í þennan Max. Ég tek eftir því að félaginn í kvartbuxunum er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann sestur nálægt mér og kominn með mp3 spilarann í eyrun. Illa sáttur með sig. Greinilega einhver sem hefur fórnað batteríum á greyið. Hann virðist vera alveg heillaður af þessu undratæki og lifir sig inn í lögin sem það gefur frá sér. Eftir örlitlar vangaveltur átta ég mig á því að ískrið kemur frá honum. Hann er að syngja með. Sætt. Svo virðist viðlagið skella á og ískrin margfaldast og inn á milli gefur hann frá sér einhverskonar dýpri tóna. Áhrifaríkt með eindæmum. Ég gleymi blaðakonunni og ástarmálum hennar meira að segja í smá stund. Ég er heilluð, ehh.

Ótrúlegt en satt þá átta ég mig á því að þessi Ítali er langt frá því að vera heill í kollinum þegar hann stendur upp og virðist taka nokkur dansspor. Léttur snúningur, tvö skref aftur á bak..ég get ekki meir og opna bókina. Lagið virðist þó taka enda þegar hann gefur frá sér langan fagran tón með ítölsku yfirbragði. Ég get ekki varist það en augu mín leita í áttina að honum. Þarna stendur kauði á miðju gólfinu á rútubiðstöðinni með þrjá áhorfendur fyrir utan mig í týpískri diskó stellingu. Já, við erum að tala um að hann hefur talið viðeigandi að enda lagið með stæl. Vinstri hendin hefur leitað upp, sú hægri er viðeigandi sveigð og mjaðmirnar..æi sleppum þeim. Það er þögn á blessaðri biðstöðinni þangað til ég stend upp og öskra ,, Brava“ . Nei. Hann hins vegar tautar það þegar hann gengur aftur að sætinu sínu. Ég get svarið það, þetta var undarlegt. Skemmtilegt að verða vitni af svona atvikum. Öllu rólegri lög virðast þó taka við hjá honum. Ég verð ekki vör við neina danstakta og í rútunni á leiðinni til Belgamo er hann mun þögullri. Er lífið ekki áhugavert?

Belgamo var æðisleg! Ætli ég láti ekki bara myndirnar tala. XOXO.





Átti í erfiðleikum með að velja á milli - afmælisgjöf handa Sólrúnu..






4 comments:

  1. WONDERFULL!! Dásamlegar myndir :D

    Þú hefðir bara átta að standa upp og klappa fyrir kallgreyinu hehehe :D

    luvjú - Móða

    ReplyDelete
  2. Var þetta jafn smart og sporin hans Elvars í denn? haha ;)
    Knúsáðig fallega:*
    -Svala.

    ReplyDelete
  3. Haha er ég búin að minnast á það að ég elska bloggin þín?

    ..Ég er sem sagt vitleysingurinn í tölvustofunni í skólanum sem er að trufla alla með því að fá óstjórnlega hláturskrampa af og til. Allt þér að þakka :*

    og á meðan ég man: Það eru eggin eða ekkert! ;)

    ReplyDelete
  4. Já, sennilega hefði það verið fallegt af mér Þórey. Hefði gert það ef þetta hefði verið dvergur. Það hefði verið best!

    Svala já það má segja að hann hafi náð að toppa Elvar..en Elvar ögrar honum samt haha ;)

    Sólrún - var ég búin að minnast á að ég elska þig? ;) hehe..
    Eggin ! Klárt !

    Love you all!:*

    ReplyDelete