Monday, October 4, 2010

Little love





Búðir, skór, skáldsögur, ítölskubækur, góður matur, of mikið af góðum mat,  göngutúrar, ljósmyndir, evrur, brjálaðir hundar, fallegar götur, æðislegt útsýni, áhugavert heimboð, nýjir vinir, ítalskir barir, bjórsmökkun, skokk, bakstur, marmelaði gerð, markaðir, enska, ítölsk tónlist, skype samtöl heim og já barnapössun... Þessi orð eiga það öll sameiginlegt að einkenna liðna viku hjá mér. Liðin vika var æðisleg. Sennilega stendur upp úr heimboðið sem ég fékk frá nágrönnum hér á svæðinu. Krúttlegur ítalskur faðir bankaði upp á til þess að bjóða mér í heimsókn til þess að hitta son sinn. Ég hafði því ekkert annað í stöðunni en að kíkja yfir á fólk sem ég hafði aldrei séð áður. Það var virkilega yndælt. Foreldrarnir héldu uppi samræðum í tvær klukkustundir en drengurinn var feimnari, undarlegt? Á örugglega eftir að kíkja aftur á þessi krútt. 

Búðir, markaðir og lagersölur voru þræddar í vikunni. Held að það sé formlega að verða staðfest að gömlu mín verði að kíkka á mig til þess allvega að ferja eitthvað af skópörunum mínum heim. Óþarfi að fá mikla yfirvigt ;) Í liðinni viku keypti ég þrjú skópör en ég get glatt ykkur með því að þau kostuðu mig samtals um 40 evrur - tæpar 6000 kr ! Unaður :)

Á laugardaginn rannsakaði ég ítalskt næturlíf og fór með Giuliu og vinum hennar út á lífið. Við kíktum fyrst á Happy Hour og höfðum gaman. Svo könnuðum við helstu staðina í Como og enduðum á ekta ítölskum bjórbar, aðeins ofar í hæðinni. Barinn var bara kósý og vottaði fyrir írskum áhrifum. Ítalskur bjór smakkast hins vegar ekki eins og bjór, að mínu mati en fínn samt. Æðislegur vinahópur sem ég á örugglega eftir að hitta aftur. 

Í gær hafði ég það bara náðugt. Bakaði þessar líka úrvals möffins með Elia og Önnu. Eplakakan hennar ömmu mætti í framhaldinu á eldhúsborðið og nutu allir góðs af. Við Elia skelltum okkur svo út að hreyfa okkur. Tíu ára snáðinn stakk mig oft af þar sem hann var á hjóli og ég á fullu að reyna að halda í við hann á skokkinu. Á tímabili leið mér eins og hann væri að viðra hundinn sinn, en ég væri hundurinn. Þetta var hins vegar mjög hressandi og verður gert aftur. Ég get því ekki sagt annað en að hér fari vel um mig. Vikurnar líða sífellt hraðar og ég trúi ekki að ég sé búin að vera á Ítalíu í meira en fimm vikur. Áður en ég veit af verða komin jól með tilheyrandi yndisleika ;) :*

3 comments:

  1. O o o o o o njóttu ljúfust....njóttu og njóttu og njóttu og njóttu og njóttu og njóttu og njóttu ljúfust....njóttu og njóttu og njóttu og njóttu og njóttu og njóttu og NJÓTTU !
    Lífið er snilld ef maður horfir á það með sól í hjarta og sinni.
    Lovjú lovjú
    Heiða

    ReplyDelete
  2. Girnó! Ooog æðislegir skór!

    ReplyDelete