Thursday, December 2, 2010

Florence - Palazzo Vecchio

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Ég gjörsamlega heillaðist af Palazzo Vecchio. Stórkostlegt safn eins og ég vona að myndirnar hafa sýnt ykkur. Saga bygingar safnsins er ekki síðri( Ráðhúsið frá 1298 – 1314. Byggt fyrir Signoria). Nánari upplýsingar fyrir áhugasama ;)  
Ég átti auðvelt með að gleyma mér þarna inni, sem og ég gerði. Ég tók myndir í allar áttir og grandskoðaði hvern krók og kima. Æðislegt. Vinstra meginn við innganginn stendur svo tignarleg, nútímaútgáfa af ‚Davíð‘ eftir Michelanglo. Erfitt er að átta sig á allri vinnunni á bakvið alla sögulegu listina í Flórens og glæsi hýsin – „mannsfórnirnar“. Það er ótrúlegt hvernig hin ríka kaupmannsætt ‚Medici‘ gerði Flórens að miðstöð lista og vísinda en hún komst til valda í kringum 1434. Saga Medici ættarinnar er því áhugaverð sem og byggingarnar sem hún skildi eftir sig. Já krakkar mínir þetta er merkilegt allt saman.
I really enjoyed the Palazzo Vecchio. I simply loved almost everything I saw there and forgot myself behind the camera. The history behind all this art is also amazing though she can also be terrifying. Love Florence.

2 comments:

  1. BRAVA! I love your photos as always!

    Check out my shots of Florence http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/2010/12/firenze.html

    xx

    ReplyDelete
  2. Ótrúlega flottar myndir!
    Love :*

    ReplyDelete