Wednesday, December 1, 2010

,,Má bjóða þér minntu?"

Domo - Flórens
Pabbi varð ekki sáttur fyrr en hann var búinn að fjárfesta í korti af Flórens;)
Rakst á Gosa! Gosi kallinn er nefnilega svolítið mikið ítalskur :)
Út um gluggann á herberginu okkar í Flórens.
Núna á ég eitt svona yndi!!!! Pabbi og mamma gáfu mér svona ekta ,,skissu-bók" :)
Elsku Davíð ;)
Heillaðist af þessu safni - fleiri myndir væntanlegar haha.
Hjúin
Fullkomna myndin sem pabbi tók af mér:* ;)

Snotri snjórinn i garðinum hjá mér :)
 ©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Síðast  liðin 23. október var ég stödd á flugvellinum, Malpensa. Kúrði mig þar niður með bók og beið. Biðin var talsverð en hverji mínótu virði því út úr flugvél frá London stigu að lokum krúttin mín. Gömlu mætt til Ítalíu! Það var yndislegt að sjá pabba og mömmu aftur og við áttum æðislega viku hér saman. Fyrst leiddi ég þau fagmannlega í gegnum rútur og lestarstöðvar og enduðum við því heil á húfi á kósí pizzastað í Como um kvöldið. Ferðalangarnir voru talsvert þreyttir enda lítið sofið síðasta sólarhringinn. Við áttum svo notalega stund saman í Brunate. Merkilegt hvað fjarlægin gerir fjöllin blá. Ég var t.d. búin að gleyma hvað hroturnar í honum föður mínum geta haldið vöku fyrir fólki. Á tímabili sá ég fram á að þurfa að kasta í hann kodda en sú aðgerð frestaðist og ég sofnaði að lokum. Notalegt allt saman.
Við vöknuðum svo mis fersk á miðvikudagsmorguninn og drifum okkur til Flórens. Þar dvöldum við í rúma tvo sólarhringa og ég heillaðist af borginni. Þar er listin ríkjandi, skrautlegt mannlíf og listamenn á hverju horni. Byggingarnar hverri annarri skrautlegri og söfnin stórkostleg! Stytturnar og listaverkin eftir Michelangelo , Vá! Leonardo da Vinci, Vá. Gæti haldið svona endalaust áfram. Hótel herbergið okkar var virkilega fínt. Var í raun íbúð og staðsetningin frábær, sem og verðið. Það rigndi allavega ekki endalaust ;)
Flórens einkenndist af góðum mat, skoðunarferðum um borgina, hælsæri hjá sumum, kósí kaffihúsum, list, söfnum, búðum,ljósmyndum, pabba í skartgripa-búðargluggum, æðislegum kirkjum, mintuboxi sem pabbi keypti, notalegum stundum á hótelhergberginu en fyrst og fremst fínasta félagsskap.
Á föstudeginum héldum við “heim” og ég sýndi þeim Como betur. Við röltum um í búðum og borðuðum á besta pizzustað bæjarins. Þar fékk pabbi bestu sjávarrétta pizzu sem hann hefur smakkað og mamma fékk sé “venjulegustu” pizzuna á matseðlinum, að sjálfsögðu. Núna íhugar hún að reyna að panta pizzu með gráðosti, eplum og hnetum á Íslandi í stað gráðosts og banana, eins og hún hefur gert reglulega hingað til. Æðislegur staður, verð að kveðja hann almennilega áður en ég fer.  Það virtist fara mjög vel um foreldra mína í Como enda yndisleg borg! Í búðunum í Como var verslað þangað til pabbi sagði bókstaflega ,,STOP!” (haha). Honum leist víst ekkert á blikuna þegar afgreiðslustúlkurnar komu þriðju ferðina til þess að bjóðast til að létta á okkur og fara með fötin á búðarborðið. Eins meters fatastafli er víst ekki í uppáhaldi, fyrir borgun. Hins vegar gengum við öll mjög sátt út úr búðinni;) Í Brunate var hins vegar snjór yfir öllu. Ég gladdist en gömlu hjúin voru víst löngu búin að venjast sköflunum heima á skerinu.   Ohh ég er samt svo ánægð með að vera komin með þennan líka fína jólasnjó hér. Það snjóaði enn í dag. Hamingja.
Á laugardeginum héldum við til Sviss. Ég fór með pabba og mömmu í vinsælasta „mollið“ hér á svæðinu, Fox Town. Þangað flúga Bretar til þess eins að versla, segir sagan. Þegar fínustu kaup höfðu verið gerð skelltum við okkur áfram með lestinni og enduðum í Lugano. Ég er svo skotin í Lugano, ekki einungis vegna H&M heldur vegna þess að andrúmsloftið í bænum er einfaldlega svo notalegt. Jólin voru líka að verða talsvert sýnileg. Verslað og verslað. Ég verslaði mér jafnvel eitthvað líka;) Við borðuðum svo kvöldmat með fjölskyldunni minni hér í Brunate, pasta og með’í. Að sjálfsögðu voru svo grillaðar chestnuts, yfir opnum eldi, lostæti :)
Á sunnudeginum héldum við niður brekkuna að Funicolare með töskurnar á snjóþotum. Fjölskyldan mín hér fylgdi okkur niður og dróg þungar ferðatöskurnar á litríkum snjóþotum. Að kveðjustund lokinni tókum við rútuna til Bergamo. Ég elska Bergamo! Það verður þó að segjast að gömlu heilluðust ekki af staðnum við fyrstu sýn. Á rútustöðinni skrapp ég upp á klósettið og á meðan urðu þau vitni af heiftarlegu rifrildi tveggja Ítala sem glumdi um staðinn. Svo þegar við drifum okkur út blöstu sprautufíklar við okkurr, flestir að athafna sig og einn félaginn fylgdi okkur eftir og henti sprautunni frá sér í næstu ruslafötu. Heimurinn er misjafnlega heillandi. Við gáfumst þó ekki upp og eftir nokkur skref til viðbótar vorum við stödd á undursamlegum, já uuundursamlegum jólamarkaði! Ekta sykurhúðaðar möndlur runnu ofan í okkur ásamt því að veskið var dregið upp fyrir ekta jólakúlum. Hótelherbergið okkar var virkilega snoturt og eigandinn vinalegur. Hann bauðst meira að segja til þess að skutla gömlu mínum klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum á flugvöllinn. Gæðablóð. Við röltum svo um jólalegar götur Bergamo, versluðum örlítið meira og jólahugleiddum. Jólajólajólajól:* Við settumst svo niður og borðuðum ágætis kvöldmat á stað nálægt hótelinu okkar áður en við héldum upp á hótel í kúrið. Á hótelinu horfðum við á ítalskar sjónvarps auglýsingar, ótrúlega áhugaverðar og kúrðum okkur svo yfir öllum myndunum sem ég hef tekið hér á Ítalíu síðan ég kom. Jólatónlistin skellti punktinum yfir i-ið. Um morguninn vaknaði ég við að uppáhöldin mín voru að pakka saman, pabbi bauð okkur mömmu síðustu mintuna í minntupakkanum sem hann hafði keypt í upphafi ferðarinnar og við kvöddumst. Ég skreið svo upp í rúmið þeirra og svaf í tvo tíma til viðbótar áður en ég heilsaði upp á sprautufíklana á rútustöðinni og hélt heim til Como.  Við áttum góðan tíma hér saman og ótrúlegt en satt þá er nánast bara hálfur mánuður í að ég hitti allt liðið mitt á Íslandi aftur ! Tíminn flýgur, óhugnalega. Jólajólajóla,jejj :)
Farvel:*
My parents came to visit me from Iceland. They stayed here with me for almost a week and we had a great time together. We choosed to stay in Florence for almost three days but I also showed them Como, Brunate, Lugano (in Swiss) and Bergamo. Wonderful :) I loved Florence The beautiful buildings, all the churches, the art, the colorful culture, the museums and so on. I think I can talk about it for ever ;) So the next days you will probably see lot of photos from Florence. Hope you enjoy ! :*

6 comments:

  1. I love Firenze!
    http://www.flickr.com/photos/vicissitudinipaesane/
    i've been there this summer :)

    Love your photos as always <3

    ReplyDelete
  2. Hamingja, hamingja!
    Þetta hljómar allt mjög snoturt og ég geri ráð fyrir því að versleríið hafi verið ágætt líka.. Ókei, kannski betra en ágætt ;)

    Ég verð svo að hrósa myndinni sem pabbi þinn tók af þér! Ég hef sjaldan séð jafn fágað pós :P

    ..og meðan ég man: jakkaöfund! ;)

    ReplyDelete
  3. So lovely photos. Like your blog!

    ReplyDelete
  4. Belle le foto! Sono contento perchè io abito a Firenze a pochi passi dal centro storico.
    Antonio

    ReplyDelete
  5. O já þetta voru góðir dagar með hrotum, mintu, hælsæri hjá sumum, góðum kaffihúsum stórkoslegum listaverkum og góðum félagskap við þig. Það stendur uppúr :-) Knús frá mom

    ReplyDelete
  6. Hæ elsku Dóra.
    Gaman að skoða myndirnar þínar og það hlýtur að hafa verið yndislegt að fá foreldrana í heimsókn. Til hamingju með að hafa tekið þetta skref útí heiminn .... og heyrst hefur að næstu skref þín verði líka spennandi :)
    Bestu kveðjur ..... sé þig kannski á landinu ísa.
    Gróa.

    ReplyDelete