Thursday, December 16, 2010

The Kindergarden in Meinheim ;)

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Síðasta föstudag fór ég með Noa í heimsókn í smá stund í leikskólann í Meinheim. Virkilega snotur leikskóli og ég verð að viðurkenna að ég var ekkert óendanlega spennt fyrir þessari heimsókn en hún reyndist mjög skemmtileg. Aðsjálfsögðu vildu öll börnin að ég tæki mynd af þeim og spjölluðu endalaust við mig..á þýsku;) Ég var tilneydd til þess að reyna að svara þessum elskum;) Áður en ég vissi voru nokkrar píur búnar að bjóða mig velkomna í vinkonu hópinn, pössuðu fyrir mig sæti í "jóla-tjaldinu" þeirra og héldu í hendurnar á mér, stanslaust. Yndisleg börn:) Þar sem ég var heiðursgestur dagsins fékk ég að klippa hangandi stjörnu sem börnin höfðu bakað og skreytt, af jólatrénu. Búin að pakka þessari stjörnu niður í yfirvigtstöskurnar mínar enda voðalega fín.

Ég verð að viðurkenna að ég er farin að finna vel fyrir stressinu yfir því að fara. Ég er ekkert spennt fyrir því að þurfa að drösla öllum kílóunum mínum heim en svo lengi sem ég kem þessu öllu heim er ég sátt. Já. Næstum því sama hvað það mun kosta mig. Ætli ég hafi ekki gaman af því að versla, er farið að líta þannig út. Ég hlakka til þess að koma heim þó að ferðalagið sem er framundan á morgun eigi hug minn allan. Ég flýg rétt fyrir 10 frá Bergamo og lendi í Berlín. Í Berlín mun ég svo "slappa" af en flugið mitt þaðan er ekki fyrr en um kvöldið. Stebbi elskulegi mun svo ná í mig á Keflavík þegar ég lendi í kringum 11 um kvöldið. Þetta mun hafast. Annars skil ég jólaglaðningana ykkar eftir. Rónarnir við flugvöllinn í Bergamo verða örugglega ánægðir með súkkulaði og glingur. 

Ég mun örugglega skella inn fleiri myndum frá Þýsklandi í kvöld.. allt til þess að dreifa huga mínum. Ætla að fara að klára að pakka og fara svo með krílunum mínum hér í síðasta skiptið til Como. Í Domo er kirkjusamkoma fyrir börnin á eftir svo ætli það verði ekki bara áhugavert:) .. já okey, okey, þetta hefst á morgun:)

In Meinheim last Friday I visit the kindergarden with Noa. All the kids where really interested in this strange girl from Iceland and almost all of them wanted me take a photo of them. Ofcourse I enjoyed that. I also had to speak german to the kids because the asked me alot of questions, in german;) They seemed to understand me haha :) I was the guest of the day so they gave me a cute star that they had baked and decorated. After all I enjoyed this visit. Very nice Kindergarden full of happy kids!

I have to admit that I'm a litle bit stressed for me flight back home tomorrow. Lots of thinks I have to "try" to bring back home, because I have stayed here for four months now. I also have to admit that I simpley like to shop. It will be strange to leave this place and my family here and all my new friends.  Italy is so beautiful and I will miss this beauty, ofcourse. So now I'm trying to finich packing and trying to think about something else. So this evening I will probable but "few" more photos from Germany in my blog haha. Everything to put my mind of this "trip" that is ahead

Ciao:*

4 comments:

  1. Elska myndirnar af krökkunum! Og svo sætt af þeim að gefa þér stjörnu hahah.
    Ég vona innilega að allt gangi vel og að þú komir öllu heim ;)

    ReplyDelete
  2. these pictures are just adorable! They make me want to spend Xmas as a child again hehe

    xx
    fashion illustrations: Illustrated-Moodboard.com 

    ReplyDelete
  3. lovely photos so funny and adorable!!great portraits!

    congratulations

    ReplyDelete