Icelandic design - ran in to it in a shop in Switzerland :) Rakst á þessa æðislegu hönnun hjá Guðrún Lilju(Bility) í skemmtilegri búð í Sviss - ekki leiðinlegt:) |
Icelandic design:) Bility |
Gærdagurinn var æðislegur. Rölti aðeins um Como um morguninn og kíkti í antikbúð sem ég er orðin háð. Hinir hefðbundu föstudags-handverksmarkaðir voru stútfullir af jólavörum svo ég endaði með að seinka ferð minni til Sviss um einn og hálfan tíma – bókstaflega gleymdi mér. Þegar ég svo loksins kom mér upp á lestarstöðina kom ég mér vel fyrir í lestinni með mandarínur og bók. Pabbi var svo elskulegur að skilja eftir svissnesku frankana sína svo ég var tilneydd til þess að fara til Lugano og eyða þeim! Ó H&M. Stór jólapappírspokinn rifnaði fljótlega eftir að ég yfirgaf H&M svo allar myndirnar í þessu bloggi eru teknar með aðeins einni hendi – sú vinstri var upptekin við að halda á pokanum. Já ég vaknaði með strengi ef þið voruð að velta því fyrir ykkur;) Ég keypti margt fallegt..ætti kannski að fara að taka myndir af því sem ég er búin að vera að versla mér hér og skella inn? Ég endaði á því að þurfa að renna kortinu því frankarnir í veskinu mínu bjuggust við aðeins meiri hófsemi. Rautt upphátt pils með gyltum hnöppum, beislitað þrykkt uppháttpils, gegnsæ svört blússa(sem er æði), geðveikur svartur toppur, hringur(gat skeð), veglegt sokkabúnt, 5 kósí sokkar – tilvaldir fyrir jólin og náttfatadagana, ljósar þykkar sokkabuxur, gráar þykkar sokkabuxur, röndóttar sokkabuxur, uppháir sokkar í mörgum gerðum..og jólgjafir handa litlu systur minni, bróður og fleiri krílum. Allt kostaði þetta mig um 22.000 kr. Er lífið ekki bara yndislegt? :)
Á torginu í Lugano var búið að setja upp æðislegan jólamarkað og veglegt jólatré setti punktinn yfir i-ið. Búið var að skella upp stærðarinnar skautasvelli þar sem Ítalir fengu að njóta sín. Diskókúlur og hljómsveit, þetta var alvöru. Ég þræddi göturnar og naut jólafílingsins. Leyfði sölumönnum að smjaðra fyrir mér, þeir eru margir alveg ótrúlegir. Vinaleg sölukona í bás fullum af leðurtöskum lagði sig alla fram. Það var alveg sama hvað ég sagði hún var sammála mér eða hafði upplifað svipaða hluti. Þegar ég svo spurði hana hvort hún ætti auka poka fyrir mig undir stútfulla rifna pokann minn, þá því miður – átti aðeins örfáa sem hún þurfti að nota;) Ég tyllti mér svo niður með ljúffenga kringlu – aðallega þó til þess að hvíla vinstri hendina..jólaljósin:*
Í augnablikinu er ég svo að fylgjast með yndunum mínum í gegnum skype, samankomnum hjá afa og ömmu á Íslandi, öll að skera út laufabrauð.. Þau eru samt ekkert að gera þetta auðvelt fyrir mig – veifandi smákökum og malti og appelsíni framan í mig. Litli spekingurinn bróðir minn bendi mér nú á að ég hefði ákveðið að fara! Satt;) Líður eins og ég sé aðeins korteri frá því að vera þarna hjá þeim Tíminn flýgur:*
Ætla að skella mér með Giuliu út á lífið í kvöld – verður ekki leiðinlegt! Farið vel með ykkur. Ciao :)
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Great photos !
ReplyDelete- Chris
Lovely shots *_* well done :))
ReplyDeleteThank you for sweet comment!
xx
Marco.
http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/
Þetta kallar maður jólatré!
ReplyDeleteOg já, ég heimta myndir af öllu sem þú hefur keypt þér ;) Tek líka frá nokkra klukkutíma yfir jólin svo þú getur sýnt mér þetta allt!
i love the lights in these photos :)
ReplyDeletestop by sometime, xx natalie
http://lavagabonddame.blogspot.com/
Thanks for this nice comments people:* I will stop by on your blog Natalie !! :)
ReplyDeleteSólrún - 12 dagar og tjahh kem norður í síðasta lagi 21. Hlakka til að sjá þig.. skal fara að skella, kannski inn smá fatamyndum (fatahrúu-myndum sennilega .. miklu auðveldara;) )
Ciao! Vedo che sei di Como come me!!!
ReplyDeletePassa a trovarmi!!
http://comingout-tm.blogspot.com/
Vá æðislegar myndir. Ekkert smá jólalegt.
ReplyDeleteAnyway I wish I could meet you soon!
ReplyDeletexx
amazing photos!!!I like so much this kind of christmas markets, lights, happiness!!!
ReplyDeleteHow cute! Love the pics <3
ReplyDeleteEkkert smá fallegar myndir sem að þú tekur!
ReplyDeleteSo many gorgeous pictures. It makes me want christmas so so so so bad. Oh, and christmas break = big new post. Sorry for the massive delay, and thanks for your sweet comment! panda xo
ReplyDelete