Thursday, December 16, 2010

Germany - Meinheim

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Ég kunni mjög vel við mig í Þýskalandi. Við lögðum snemma af stað um morguninn, 8 desember og vourm komin til Meinheim um hádegið. Ferðin gekk vel og við vorum nokkuð heppin með veður. Það var æðislegt að keyra í gegnum Sviss og Austurríki. Ekki amalegt útsýnið sem ég hafði út um gluggann.
Sólin skein þegar við keyrðum inn í þýskt sveitaþorpið. Meinheim er gamalt fallegt þorp út í sveit en þar dvöldum við í fimm daga hjá systur Sabine. Eftir að hafa vanist ysinu og þysinu í ítölskum borgum var notalegt að keyra um í afslappaðri umferð Þýskalands. Fyrir mig að getað slakað á þarna í sveitinni var draumur. Systir Sabine, Ulrike og fjölskylda hennar voru einfaldlega yndisleg og foreldrar Sabine komu einnig frá Hannover og voru með okkur yfir helgina. Frábært fólk. Dagarnir einkenndust af sundferðum - Sabine elskar þýskar sundlaugar ;), jólaundirbúningi, jólamörkuðum, búðum, góðum mat og notalegum kvöldstundum. Ég á klárlega eftir að fara aftur til Þýskalands og skoða mig betur um.

Fleiri myndir væntanlegar !

I went to Germany with my Italian family last week and stayed there for five days. It's was so nice driving through Switzerland and Austria on our way to Germany. Beautiful!
We stayed on Sabine's sister home, Ulrike in Meinheim -very nice village on the countryside. I really liked it there and Ulrike and her family were so nice. Sabine's parents came also from Hannover. Great people :) For me was nice to be on the countryside again and just relax. I really enjoyed my time in Germany -  shopping and looking around. The time before Christmas is so nice.


I'll put more photos from Germany soon. Enjoy;)

2 comments:

  1. Fallegar myndir!
    Það er samt smá skrítið að sjá allt í einu myndir frá Þýskalandi eftir að hafa skoðað milljón myndir frá Ítalíu ;)

    ReplyDelete
  2. Þú ert nú hepin að eiga frænku í Þýskalandi sem þú mátt heimsækja þegar þig langar að koma aftur!

    ReplyDelete