Wednesday, December 15, 2010

Yesterday

 ©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Veðrið var svo gott í fyrradag að ég og Lea skelltum okkur út í göngutúr. Sú stutta vildi helst vera á bolnum. Snjórinn er horfinn og sólin búin að hreiðra um sig á himninum. Sabine spurði mig einmitt hvort mér finndist ekki fínt að fara héðan úr góða veðrinu, heim á "dimmu eyjuna" í snjóinn;) Hún fær stig fyrir að láta Ísland hljóma sem spennandi kostur.
Það var skrítið að labba um Brunate vitandi að þetta væri sennilega í eitt af síðustu skiptunum mínum í einhvern tíma. Hins vegar veit ég að ég mun koma hingað aftur! Bara spurning hvenær og hversu lengi ég get þá stoppað. Við Lea tókum með okkur mandarínur og eins og þið sjáið naut sú stutta ávöxtsins ;) Ég persónulega gæti lifað á mandarínum. Spurning um að fara að gera það eftir nautna lífið hér á Ítalíu!

Annars er ég í óða önn að pakka. Eina stundina er ég nokkuð bjartsýn á að ná að loka ferðatöskunum, en þá næstu gríðarlega svartsýn. Vona að ég endi á því að vera bjartsýn. Mér allavega tókst að bóka auka tösku frá Bergamo líka(eins og frá Berlín) svo ég get verið róleg yfir allavega rúmum 40 kílóum.. sjáum hvernig hin munu haga sér.  Ef ekki þá skil ég allar jólagjafirnar og súkkulaðið eftir ;) Í nótt dreymdi mig að ég hefði vigtað alla skartgripina mína, sem ég ætla að reyna að koma heim og þeir hafi verið í heildina 100 kg. Martröð eða unaður?

Annars hefur dagurinn verið rólegur hér í dag. Ég er ein heima með tvo lasarussa og einn nokkuð sprækan einstakling. Robi er farinn til Flórens á námskeið svo ég kvaddi hann í morgun.  Í augnablikinu sefur sá yngsti en systur eru inn í herbergi og banna mér að koma. Það er víst verið að föndra eitthvað handa mér :) Planið er svo að kúra yfir jólamynd.

Ég skelli inn myndum frá Þýsklandi í kvöld eða á morgun. Ferðin þangað og dvölin var æðisleg. Jólamyndir frá gærkvöldinu  í Como líka væntanlegar en ég skellti mér þangað og fór út að borða með Luca - síðasta kvöldmáltíðin okkar. Ohh hvernig á ég eftir að geta yfirgefið þennan stað?

Ciao:*

2 comments:

  1. Ég er sammála þér með mandarínurnar!
    Sætar myndir af ykkur :*

    Haltu bjartsýninni! Ég treysti á það að þú náir að loka þessum töskum! ;)

    ReplyDelete
  2. Yndi allt saman!
    Hér eru dagar taldir þangað til þú birtist!!
    Á eftir að sakna Ítalíublogganna- þau eru:)

    ReplyDelete