Sunday, November 7, 2010

Dóra nokkur ávöxtur.

Verð að viðurkenna að eftir sælkeralífið hér á Ítalíu er þessi ávöxtur(sem er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana) óþægilega tákrænn fyrir líðan mína. Kringlóttur;) Annars er hann bara nokkuð snotur og gómsætur..svo er að spá í að telja mér trú um að það sé í raun það sem skiptir máli!

Vikan hjá mér var góð en þær virðast vera það flestar. Það sem stóð upp úr var verslunarferð til Lugano. Óguð ég verslaði og víst ekki í fyrsta skiptið. Elsku H&M.  Ég grínlaust var í mínum eigin heimi þar inni í um þrjár klukkustundir, mátaði og pældi..dreymdi. Brot af því sem fallegi pokinn minn innihélt þegar ég svo yfirgaf staðinn var: Leðurjakki(þessi fóðraði..já ég bara gat ekki staðist hann), tvennar skinny jeans, aladin buxur sem ég er ástfangin af, peysu, þrenn pils, tvenna jakka,  kannski skartgripi og já jóóólagjafir ;) Tærnar á mér snertu ekki jörðina og heilaselurnar virtust hafa heimsót Alpana þegar ég þrammaði yfir þriggja akreina gangbraut á rauðuljósi. Bílarnir hægðu merkilega lítið á sér en ég áttaði mig á því þegar ég var að verða komin á leiðarenda að vaninn er að fólk reyni að fylgja græna kallinum! Næst þegar ég kíkji í H&M ætla ég því að taka ,,anda-pásur“ og fá mér frískt loft inn á milli. Held að það sé vissara.

Gærdagurinn var rólegur og ég hélt mig heima. Um kvöldið fór ég  út að borða með Giuliu og Giudi. Virkilega gaman. Dagurinn í dag var hins vegar viðburða ríkur þar sem ég skellti mér til Verona. Ohh Verona er æðisleg! Myndir og ferðasaga framundan. Lofa.

Annars leitar hugurinn heim þessa dagana:*

Uve sæta :)
Snæddum þessar fínu pitzzur í vikunni;)
Franskar gærkvöldsins.
Elskuu Giulia og Giudi:)
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

4 comments:

  1. Mér finnast máltíðirnar þarna heldur rýrar fyrir minn smekk, franskar og pizzur. Er ekki hægt að fá almennilega steik ?

    Kveðja

    Pabbi

    ReplyDelete
  2. This shoots are amazing, i love it so much :))))

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  3. Ég er farin að hlakka til að sjá öll nýju fötin þín! Við verðum að taka góóóðan tíma í að fara yfir innihald ferðatöskunnar þinnar þegar þú kemur til baka! ;)

    ReplyDelete
  4. Pabbi hef ekki enþá bragðað né séð almennilega steik hér síðan ég kom! En við finnum eina slíka þegar þú kemur..eða reynum;)

    Thanks :) !!!!

    Ooog Sólrún...úff við þurfum að taka góðan tíma í svoo margt ! Hlakka til!

    ReplyDelete