Vikan hjá mér var góð en þær virðast vera það flestar. Það sem stóð upp úr var verslunarferð til Lugano. Óguð ég verslaði og víst ekki í fyrsta skiptið. Elsku H&M. Ég grínlaust var í mínum eigin heimi þar inni í um þrjár klukkustundir, mátaði og pældi..dreymdi. Brot af því sem fallegi pokinn minn innihélt þegar ég svo yfirgaf staðinn var: Leðurjakki(þessi fóðraði..já ég bara gat ekki staðist hann), tvennar skinny jeans, aladin buxur sem ég er ástfangin af, peysu, þrenn pils, tvenna jakka, kannski skartgripi og já jóóólagjafir ;) Tærnar á mér snertu ekki jörðina og heilaselurnar virtust hafa heimsót Alpana þegar ég þrammaði yfir þriggja akreina gangbraut á rauðuljósi. Bílarnir hægðu merkilega lítið á sér en ég áttaði mig á því þegar ég var að verða komin á leiðarenda að vaninn er að fólk reyni að fylgja græna kallinum! Næst þegar ég kíkji í H&M ætla ég því að taka ,,anda-pásur“ og fá mér frískt loft inn á milli. Held að það sé vissara.
Gærdagurinn var rólegur og ég hélt mig heima. Um kvöldið fór ég út að borða með Giuliu og Giudi. Virkilega gaman. Dagurinn í dag var hins vegar viðburða ríkur þar sem ég skellti mér til Verona. Ohh Verona er æðisleg! Myndir og ferðasaga framundan. Lofa.
Annars leitar hugurinn heim þessa dagana:*
Uve sæta :) |
Snæddum þessar fínu pitzzur í vikunni;) |
Franskar gærkvöldsins. |
Elskuu Giulia og Giudi:) |
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Mér finnast máltíðirnar þarna heldur rýrar fyrir minn smekk, franskar og pizzur. Er ekki hægt að fá almennilega steik ?
ReplyDeleteKveðja
Pabbi
This shoots are amazing, i love it so much :))))
ReplyDeletehttp://vicissitudinilombarde.blogspot.com/
Ég er farin að hlakka til að sjá öll nýju fötin þín! Við verðum að taka góóóðan tíma í að fara yfir innihald ferðatöskunnar þinnar þegar þú kemur til baka! ;)
ReplyDeletePabbi hef ekki enþá bragðað né séð almennilega steik hér síðan ég kom! En við finnum eina slíka þegar þú kemur..eða reynum;)
ReplyDeleteThanks :) !!!!
Ooog Sólrún...úff við þurfum að taka góðan tíma í svoo margt ! Hlakka til!