Saturday, November 13, 2010

,,Blátt blóm"

Blátt blóm

Ég týndi alltaf blá blóm handa þér;
gleymméreijar, bláklukkur eða fjólur
stundum giljaflækjur eða Máríuvendi
en alltaf blá blóm
þó ég þyrfti að leita að þeim
og sækja blágresið niður í árgil
þar sem mér gat hæglega strikað fótur
tókst mér samt alltaf að finna blátt blóm
handa þér.

Sigri hrósandi færði ég þér
þó ekki væri nema eitt lyfjagras í sveittum
lófanum.

Og þú brostir og sagðir : Lifa bláu blómin enn?
Kistan þín var þakin sortulyngi
berin eins og blóðdropar.
það var ekkert blátt blóm.
Þau voru öll dáin.

Vilborg Dagbjartsdóttir

Þetta ljóð hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Sorglegt en fallegt.
Hugurinn er heima í dag.


©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

I decided to try to start painting again. 
I have never learned anything but I really enjoy it. 
I love water colors and I love drawing faces… so this is the picture I painted today.
I have to say that I’m not really happy with it but at least I have started again ;) But I like the eyes :) I'll probably like it more when I have looked at it for a while...
Hopefully I will give myself time to do more ..
....then I can show you some better drawings and pictures :* 

Jæja. Ég hafði mig í mála smá. Fyrst ég dröslaði blýhöntunum mínum og slatta af málningu með mér til Ítalíu þá verð ég nú að reyna að nota það eitthvað;) Er ekkert alltof sátt samt með þessa snót, en hún reynir samt. Vonandi verð ég áfram dugleg að nýta "auðar" stundir og teikna og mála smá. Hugsanlega get ég þá sýnt ykkur eitthvað betra :) Þetta er allavega alltof gaman. Ég hlakka til þess að fá tækifæri til þess að læra smá í Danmörku eftir áramótin. Það verður æðislegt:*

7 comments:

  1. Gaman að þú skulir vera farin að mála aftur!
    Það er eitthvað svo heillandi við augun hennar og mér finnst líka varirnar flottar. Þú verður svo að vera dugleg við að pósta myndum af myndunum þínum þegar þú ert farin til Danmerkur haha ;)

    ReplyDelete
  2. Yndislegt að þú ert að mála. Tek undir með Sólrúnu það er fleira fallegt þarna en bara augun. Yndislegt ljóð hugur okkar var líka hjá þér í gær ástin mín. Hlakka til að hitta þig á Ítalíu. Átti að skila mörgum kveðjum til þín frá frænkum og frændum í gær. Eins og knús frá Ester Ósk og Raknhildi
    Knús mom

    ReplyDelete
  3. Falleg mynd elskuleg! Haltu þessu áfram!
    Hugsaði líka mikið til þín í gær gullið mitt..
    STÓRT knús móða

    ReplyDelete
  4. I LOVE your painting.

    intothefoldfashion.blogspot.com

    ReplyDelete
  5. WOW you're so talented!
    great blog!
    loving the posts
    stop by some time xx

    ReplyDelete
  6. Ohh thanks for these nice comments :*

    ReplyDelete