©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Milanó. Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa skoðað þó nokkur ítölsk þorp og yndislegar borgir þá varð Milanó sífellt minna og minna heillandi í minningunni. Flestir Ítalir sem ég hef tala við segja hana grá og troðna. Þess vegna hef ég aðalega farið í gegnum lestarstöðvar Milanó síðustu vikur og staldrað þar stutt við. Í gær átti ég hins vegar æðislegan dag þar í yndislegu veðri. Milanó á núna snotran stað í hjarta mínu. Haustlitirnir voru ríkjandi og jólin voru að byrja að koma sér fyrir á torginu. Torgið hjá Dómó var þakið vinnuvélum og verkamönnum. Það var verið að hefjast handa við að setja saman tignarlegt jólatré og til þess þurfti talsvert vinnuafl. Ég keypti mér grillaðar chestnuts og settist niður á tröppur Dómó og fylgdist með jólatrénu myndast. Ég finn enn fyrir spenningnum sem iðaði innra með mér í gær, yfir því að eiga eftir að sitja þarna í desember, þegar farið verður að rökkva og horfa á það allri sinni ljósadýrð. Volgar hneturnar bráðnuðu upp í mér og mannlífið var svo skrautlegt og skemmtilegt. Ef ég er ekki að dáðst af landslaginu hér á Ítalíu og stórfenglegum byggingum þá er ég að gleyma mér við að spá í mannlífinu.
Ég saknaði svolítið Sólrúnar í gær. Margt þarna minnti mig auðvitað á hana þar sem við áttum svo góðar stundir hér saman í ágúst. Ég gat enþá með góðri samvisku sagt ,,Against the drugs" söfnunarfólkinu að ég væri búin að styrkja þeirra málefni(hugsað til Sólrúnar). Ísbúðirnar sem við Sólrún höfðum smakkað flestar þarna fengu hug minn til þess að leita til hennar. Svertingjarnir sem vildu ólmir „gefa“ mér handgerðu armböndin sín ...fengu mig til þess að hugsa til Sólrúnar og ,,úllapúllapappíranna“ sem hún samviskusamlega tók saman og prentaði út fyrir ferðina okkar. Sólrún. Strætóar, dýrir veitingastaðir, jólaskraut.. og jafnvel búðirnar líka ;) Sólrún.
Í gær átti ég því eftirminnalegan dag í stórborginni, Milanó. Myndir frá kvöldinu væntanlegar og jafnvel fleiri sögur;) Eigið góða helgi :*
Milan! :))
ReplyDeleteAmazing shoots as alwais! My favorite is 25th!
http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/
Ótrúlega flottar myndir Dóra;*
ReplyDelete-Eva Bryndís
Elsku, elsku Milanó!
ReplyDeleteÉg fékk smá söknunarsting í hjartað við að skoða þessar myndir.. og þú þurftir að minnast á dýra veitingastaðinn! Hahah, ég var næstum því búin að gleyma honum ;)
Hlakka til að sjá myndir af þessu jólatréi!
thanks for your comment ^_^
ReplyDeletexoxo
ALL these places are so beautiful...i wish i could go there...one day
ReplyDelete