Monday, November 15, 2010

I love jewelry - Always have, always will:*

I'm little bit in love with my new necklace :*
Vintage brooch that I fell in love with an had to buy on a market here.
Photo of few of my lovely new rings ;)
Byrjuð að safna sokkabuxum áður en ég fer heim. Keypti þessar í dag. Um 300 kr stk - hvað kosta sokkabuxur aftur heima núna? ehh.. brjálæði.
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Ákvað að hafa mig í að taka myndir af broti af þeim skartgripum sem ég hef sankað að mér hér á Ítalíu.  Megið búast við fleirum;)  Ég elska skartgripi og er bókstaflega háð þeim.  Án þeirra finnst mér eitthvað vanta.

Annars rignir hér eins og hellt sé úr fötu og spáð rigningu út vikuna.  Hversu frábært?  Í dag skellti ég mér í kósý búðarleiðangur niðrí Como.  Orðin háð því, undarlegt.  Ég trítlaði með bros á vör á milli búðanna með regnhlíf í annarri og peningaveskið og innkaupapokana í hinni.  Það er svo gaman að velta jólagjöfunum fyrir sér og ennþá skemmtilegra þegar þú finnur þær.  Eftir að hafa svo sest niður í hádeginu og borðað fínasta mat í rólegheitunum hélt ég heim, þó nokkrum gersemum ríkari. 

Um kaffileitið fór ég með stelpurnar í söngkennslu sem er hér ofarlega í Brunate.  Örugglega 40 mínútna ganga, upp á við með þessar ungu stúlkur.  Ég nennti ekki að taka með mér regnhlíf, skellti mér í regnstakk.   Anna vildi hins vegar ekki nota regnslána sína svo það varð úr að ég skellti henni líka á mig. Eftir örugglega korters göngu gafst ég upp við að finna götin fyrir handleggina á mér og óskapaðist yfir því í huganum hverskonar tískuslys þessi slá væri.  Það var sennilega þá sem greyið Anna potaði í mig og benti mér á að ég væri með höfuðið  þar sem hægri handleggurinn átti víst að vera.  Ég gat ekki annað en hlegið.  Búin að mæta ótal Ítölum sem báru sig ágætlega í rigningunni en ég Íslendingurinn kunni ekki einu sinni að nota regnslá.   Ég var varla hætt að hlæja yfir heimsku minni þegar Lea sú yngsta, fjögurra ára skotta steig í hundaskít.   Mér fannst það líka fyndið.   Svipurinn á henni var óborganlegur.  En þetta var allt í lagi þar sem nóg var af pollum til að busla í. 

Ég ákvað að nýta tækifærið á meðan stelpurnar væru í söngtímanum til þess að skokka aftur til baka og svo aftur uppeftir til þess að ná í þær.  Í síðustu viku sat ég söngtímann nefnilega með þeim.  Um 20 krakkar syngjandi Hókí póki og dansandi, hljómar eins og hávaði.. til lengdar.  Ég var líka orðinn einhverskonar enskukennari þarna og kennararnir alltaf að biðja mig um að syngja einhver ensk lög fyrir börnin og íslensk.  Svo jáhh, ég ákvað að ég hefði gott af vikufríi frá kennslunni og myndi mæta spræk í kennslustundina í næstu viku bara.   Að sjálfsögðu mætti ég svo um sex leitið helvot í gegn til þess að ná í stúlkurnar.   Bauðst þá ekki kennarinn til að skutla okkur heim, æði.. en þetta var svo sem fín ganga í dembunni. 

Helgin hjá mér var góð.  Ósköp róleg og notaleg.   Ákvað að halda mig hér heima í fyrsta skiptið nánast og slaka á.   Á sunnudeginum bakaði ég möffins með krökkunum og svo bað Sabine mig um að græja piparkökuhús og piparkökusleða með krökkunum.  Já, þið lásuð rétt.  Síðasta sunnudag púslaði ég saman piparkökumeistaraverkum og skreytti með krökkunum. Sabine skellti þessu að sjálfsögðu strax upp og nú ilmar húsið af yndislegum piparkökum. Skelli sennilega inn myndum bráðlega, þær eru svolítið jólalegar ;) 

Annars er  vika í að pabbi og mamma birtist hér ! Það verður æðislegt:*
Ciao:*

7 comments:

  1. vááá hvað ég öfunda þig með sokkabuxurnar maður!
    Ég keipti einar (reyndar þykkar) hérna heima og þær kostuðu 4500 kr!!!
    Sem er náttúrulega bara rán :/
    En annars flottir túrkisblái og rauði hringurinn ; )

    V

    ReplyDelete
  2. Ertu ekki að grínast með þessa skartgripi!!! Og þekki þig nógu vel til þess að vita að þú segir örugglega satt þegar þú segir að þú eigir meira!!! Sé ég þarf ekki að versla skartgripi ég ræni þig bara.. verst að þó þú eigir mikið þá manstu eftir hverju einasta smásnifsi :-/ Sokkabuxur á 300 hefa ekki sést á Íslandi síðan fyrir myntbreytingu
    knús mamma

    ReplyDelete
  3. Ég þjáist af alvarlega mikilli hringaöfund!
    Mátt samt endilega skella inn myndum af þessu piparkökuhúsi! Það eru nú þrátt fyrir allt, bara 37 dagar í þetta ;)

    ReplyDelete
  4. I really love this kind of things, especially the grey one ^^
    http://onthemarry-go-round.blogspot.com/

    ReplyDelete
  5. Stunning photos! :) These jewellerys are so beautiful :)
    Thanks for your comment <3
    xoxo

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  6. Já sokkabuxnaverð heim er komið á "gamla góða" buxnaverðið.. ehh :)

    Já, ég er líka svolítið skotin í þessum nýju hringum mínum, og eitthvað segir mér að á komandi mánuði eigi einhverjir eftir að bætast í safnið:)

    Mamma þú mátt kannski alveg ræna mig smá - sjáum til;)

    ReplyDelete