Tuesday, November 2, 2010

Mia la camera da letto :*

Íslenski fáninn tók á móti mér hér í ágúst:)
My room here in Italy
elsku yoga-aðstaðan mín ;)
Piove - It's raining
My room here in Italy is so bright. My window is big and I love the colors on the leaves outside, right now . They put a nice atmosphere in my room. When I first came here to be an au pair the Icelandic flag was waiting for me inside my knew room. So after I had put up some real Icelandic photos everything felt nice.  But of course my mind sometimes thinks home. My room there is full of memories. Memories that I love. I’m looking forward to decorated my room back home in Iceland for Christmas ;)
My room that is waiting for me back in Iceland :*
Þegar Sólrún gaf mér þessa æðislegu bók í afmælisgjöf (Ferðabók Dóru) þá hafði ég ekki getað trúað því að ég yrði á Ítalíu eftir nokkra mánuði:*
..svo verður ekki síðra að kynnast dananum í sér;)
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Það fer vel um mig í herberignu mínu hér á Ítalíu. Þegar ég kom í ágúst tók íslenski fáninn á móti mér og eftir að ég hengdi upp nokkrar rammíslenskar myndir þá var þetta komið. Herbergið er bjart og út um gluggann minn sé ég glitta í ævintýralegu húsin í Brunate. Í augnablikinu setja þó haustlitir trjánna yndislegan blæ á herbergið. 

Þrátt fyrir það leitar hugurinn öðru hverju heim í notalega herbergið mitt þar. Þema þess herbergis er tvímælalaust minningar. Ég er farin að hlakka endalaust til að jólaskreyta það. Já, þið lásuð rétt. Ég er búin að fjárfesta í flugmiða heim fyrir jólin. Þráinn Maríus (7 ára bróðir minn) lét mig lofa sér að ég kæmi heim fyrir jólin. Reglulega er ég svo minnt á að það sé ,,bannað svíkja loforð“ eins og hingað til hafi  hrappseðlið einkennt mig.  17. desember munu því ítalskir háir hælar snerta frosna jörð Íslands ( I wish.. heimkoma mín verður sennilega ekki svo ævintýraleg.. mun vera klædd í milljón lög af fötum og í þyngstu skónum mínum. Já ég hef ákveðið að berjast við yfirvigtina!). Ég á þó erfitt með að trúa þessu, það hlítur að vera eitthvað bogið við þennan flugmiða haha. Ég millilendi í Berlín, finn á mér að þetta verður áhugaverð ferð ;) 

Fleiri ákvarðanir hafa verið teknar. Ég mun ekki snúa aftur til Ítalíu (fékk smá sting í hjartað). Hingað til hefur dvöl mín verið á við ævintýri. Nei, þetta hefur verið ævintýri, ævintýri sem ég vil ekki að verði að hversdagsleika. Síðan 15. mars 1994 hef ég verið að passa börn svo ég hef ákveðið að kanna hvort ég geti eitthvað fleira ;) Ég á þó eftir að sakna ítölsku fjölskyldunnar og nýju vina minna, landslagsins og menningarinnar. En kosturinn við ævintýri er að þau lifa með manni. Eftir áramót fær litli daninn í hjarta mínu að blómstra. Ég er búin að ákveða að skella mér þangað í lista-lýðháskóla. Ég er orðin svo spennt. Skólinn hefur upp á svo margt að bjóða. Ég mun stúdera ljósmyndun, teikningu, málun, keramik, grafík, hönnun,tísku, listasögu, tölvuvinnslu og jafnvel dans? – svo dæmi séu tekin. Hópurinn minn mun svo ferðast til Berlínar .. ohh ég finn á mér að ég mun læra endalaust mikið. Ég mun búa á heimavist en skólinn er ekta danskur og lige glad.  Ég held að ég eigi ekki eftir að sjá eftir því að veita mér smá lista stúterís tíma. Vonandi, já vonandi næ ég svo tökum á dönskunni!Það verður þó talsverð breyting að kveðja Alpana fyrir sléttur Danmerkur.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fjórði mánuður minn hér á Íalíu hafi hafist í gær! Framundan er ferð til Verona, Flórens og Róm! Í byrjun desmber fer ég svo með Sabine og þremur yngstu krökkunum til Þýskalands að heimsækja fjölskyldu hennar þar.  Jólamarkaðaferð! Óguð hvað mig hlakkar til. Knús:*

4 comments:

  1. I love your shoots as always ;)

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  2. Ég fékk smá tilhlökkunarsting í magann þegar ég las að þú værir búin að panta flugmiða! Farin að hlakka til að sjá þig!
    ..sætt af þér að skrifa líka á ensku fyrir vin þinn, hérna fyrir ofan ;)

    ReplyDelete
  3. Ohh thank you :) !

    ..og haha Sólrún. Já maður verður nú að reyna að þóknast aðdáendunum. Annars var þetta ítalska lið farið að biðja mig of oft um að skrifa smá á ensku líka.. finnst það enþá samt svooo kjánalegt :D En varðandi mallakútsstinginn, ohh það verður líka svooo æðislegt að sjá þig. Sennilega of æðislegt! Mun ekki vilja yfirgefa ykkur aftur ..

    ReplyDelete