Tuesday, November 9, 2010

Last Sunday in Verona...

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

 
Mér finnst stemmingin í myndunum virka óhugnalegri núna en hún var þegar þær voru teknar. Ég er sem betur fer óvön því að vera í kringum hermenn og drápstæki. Mér fannst mjög áhugavert að sjá þessar sýningar á torgum Verona. Hefði ekki getað ímyndað mér á sunnudagsmorgninum að ég ætti eftir að taka helling af myndum af skriðdrekum og hermönnum. Mér leið eins og í bandarískri bíómynd þegar ég settist inn í vígalegan skriðdrekann og snerti hinar blikkdósirnar. Ætli það sé jákvætt að ég tengi þetta við bíómyndir í stað raunveruleikans? En því miður er þetta raunveruleikinn sem margir þurfa að takast á við. 

Allir virtust þó vera hamingjusamir þarna og hermennirnir flestir hressir og skemmtilegir. Áhugavert var þetta svo sannarlega.

3 comments:

 1. Ljúffengt? eheh..
  Er þetta sem sagt tileinkað Guðmundi? ;)

  ReplyDelete
 2. Great photos as always!

  http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

  ReplyDelete
 3. Já Sólrún, mikið rétt tileinkað snáðanum ;)

  ReplyDelete