©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Myndir af stórviðburði laugardagsins í Brunate. Fótboltaleikur. Hingað til hef ég svo sem ekki verið þekkt fyrir mikinn áhuga á fótbolta en fjölskyldan mín hér á Ítalíu eru forfallin. Þess vegna var elsti strákurinn þeirra, Elia að sjálfsögðu að keppa(fyrirliði) og Robi aðstoðarþjálfari, síðasta laugardag. Þau báðu mig um að taka myndir af leiknum og að sjálfsögðu svaraði ég því játandi. Svo þarna stóð ég á hliðarlínunni og smellti. Litlir pjakkar voru á sprettinum, þvers og kruss yfir völlinn. Oftar en ekki var boltinn með í för enda snýst þessi íþrótt víst svolítið mikið um hann. Snáðarnir héðan enduðu þó með að tapa leiknum en skemmtilegt var þetta þó. Ég verð einnig víst að játa að vandræðilega mörg kvöld hjá mér í síðustu viku enduðu á kúri yfir Goal inn í stofu(kannski úrval mynda hér á heimilinum líka ástæðan..en). Sú mynd er reyndar ekkert meistaraverk en drengurinn í henni er snoutur. Þetta er ekkert svo glötuð íþrótt ;)
The last shoot is beautiful.
ReplyDeletehttp://vicissitudinilombarde.blogspot.com/
Ég veit ekki hvernig þú fórst að því, en þér tókst að gera fótbolta áhugaverðan! ;)
ReplyDeleteNice shots, i know pretty well how hard it is to take pictures of moving subjects!
ReplyDeletexx Simonne
Sólrún haha ég virkilega reyndi, þakka þér;)
ReplyDeleteOhh thanks:*