Monday, November 8, 2010

Verona - fyrsti myndahluti ..ehh:)


..pabbi..
hress jógúrtís:*
Karamellu- og súkkulaðibúðingur með rjóma! Gat reyndar ekki torgað þessu..en fyrstu skeiðarnar, namm.
©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

 
Peningaveski - tjékk, peningar í peningaveskinu - tjékk, Harry Potter and the global of fire - tjékk., Harry Potter and the order of the Phoenix (ef ég skyldi klára hina í lestinni ) - tjékk, myndavél - tjékk, auka batterí í myndavélina - tjékk.  Verona ég er að koma!

Ferðin gekk vel.  Það reyndist þó vera um tveggja tíma bið á lestarstöðinni í Como til Milano Centrale FS svo ég skellti mér bara til Porta Garibaldi FS lestarstöðvarinnar og tók þaðan metro til Centrale.  Ég er að verða snillingur í því að spyrja fólk til vegar og plata það til þess að hjálpa mér.  Leiðbeina mér í gegnum metromiðasjálfsalana o.s.frv. 

Verona er æðisleg borg.  Ég allavega kunni mjög vel við mig þar.  Það var mikið um að vera og ótal hlutir sem fönguðu athygli augans.  Á torginu réðu þó hermenn ríkjum og vígalegir skriðdrekar, herþyrlur og jáhh ýmis tryllitæki höfðu plantað sér þar niður.  Típískur sunnudagur í Verona?  Ég held ekki en ég hafði mjög gaman af þessari sýningu sem nú var í gangi þarna.  Ég fékk tækifæri til þess að setjast inn í skriðdreka og spjalla við káta hermenn, eitthvað sem ég hef hingað til ekki gert á hverjum degi(múhahahaha Guðmundur Helgi).  Svo var líka bara skemmtilegt að rekast á hermenn í fullum klæðum í Disney búðinni og út um allt. 

Ég bókstaflega gleymdi mér í  L‘Arena.  Ég sá fyrir mér mannfjöldann sem eitt sinn hafði þakið stúkurnar og óhugnalega eltingaleikina sem höfðu farið fram fyrir neðan þær.  Ljón smjattandi á útlimum. Heyrði nánast hávaðann.  Sagan er merkileg krakkar mínir. 

Í Verona eru allskyns skemmtilegar búðir og sunnudagsmarkaðurinn var æðislegur.  Svalirnar sem sögupersónan Júlía átti að hafa tárast yfir draumaprinsinum sínum, Rómeó voru ekkert gríðarlega merkilegar en Rómeó og Júlíu minnjagripabúðin á móti var krúttleg.  Ég kannaði stórkostlegar kirkjur og að sjálfsögðu Ponte Pietra, brúnna frægu.

Drengirnir í Verona voru sérstaklega kurteisir og áhugasamir um að hrósa manni.  Hvort sem það var dvergur klæddur sem gosi, engill með fjörfisk í hægra auganu(eða ég var farin að hallast að því) eða gamlir menn.  Allir áttu það sameiginlegt að vera mjög kurteisir.   

Tveir menn stóðu þó upp úr.  Annar varð á vegi mínum á lestarstöðinni í Verona þar sem ég beið eftir lestinni til Milanó.  Hann var afar lávaxinn og það glampaði á skallann á honum.  Maðurinn kom upp að mér og spurði mig hvort þetta væri lestin til Torino?  Ég svaraði honum neitandi og hann var mjög ánægður með svarið og hrósaði mér.  Frábært próf hjá honum. Herramaðurinn ætlaði sennilega bara að gá hvort ég væri nokkuð að miskilja lestarkerfið á Ítalíu.  Ég hefði átt að þakka honum.  Hins vegar gafst mér ekki tími til þess því yfirheyrslan hófst.  ,,Where are you from?  What‘s your name?  Do you think Italy it beautiful?“  Ég brosti  bara og svaraði fremur stutt, enda svo sem ekki margt sem ég hafði að segja við blessaðan manninn.  Áður en ég vissi af hafði hann náð taki á hendinni á mér og ég fékk engu um það ráðið, hann smellti kossi á báðar kinnarnar á mér.  Get svarið það að hann stóð á tám á meðan á þessu stóð. Ég sá fyrir mér að hann myndi elta mig upp í lestina til Milanó og hlamma sér í sæti við hliðina á mér. Ég var þó fegin þegar ,,Ciao – nice to meet you“ fylgdi á eftir kossaflóðinu og stúfurinn hoppaði inn í lestina til Torino. 

Seinni félagi dagsins var súkkulaðibrúnn Ítali með lífið á hreinu, allavega horft á elskulegu þættina Friends.  Ég stóð á gatnamótum og beið eftir að rauði kallinn kveddi mig (já ég er farin að læra..) svo ég gæti skellt mér yfir gangbrautina.  Ég hefði tekið eftir því að þessi drengur hafði verið á röltinu á eftir mér í smá tíma, en það er nú eðlilegt að fleiri en ein manneskja gangi hér um göturnar.  Hins vegar virtist græni kallinn ekkert ætla að heilsa upp á mig og allt í einu fann ég fyrir því að einhver var kominn óþægilega nálægt mér.  Ég snéri mér við og þá var ekki aftur snúið, sjarmörinn heillaði mig: ,,How are you doiiiin?“  Svipurinn á honum var svo svalur að ég gat ekki annað en hlegið upphátt. Græni kallinn bjargaði mér. 

Pakksödd skilaði ég mér heim í Brunate um kvöldið, góðum minningum ríkari og með fulla myndavél af myndum frá elsku Verona.


3 comments:

  1. Ég er í alvörunni að verða uppiskroppa með fín lýsingarorð yfir ,,Vá!". Hmm.. Glæsistórfengifrítt og svakaundurfagurt! Dugar það? :P

    ReplyDelete
  2. I'm fallen in love with your shoots!

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  3. Þú ert ágæt Sólrún mín .. þykir ofsalega, svolítið .. mikið vænt um þig;)Þetta sleppur.

    Ohh that's nice to hear !

    ReplyDelete