Thursday, November 11, 2010

It has been raining...


Dagurinn í dag var ósköp rólegur og þægilegur. Vaknaði með stubbunum og eftir morgunsnarl var memory að sjálfsögðu spilað eins og atvinnumenn væru á ferðinni. Fjögra ára stúlkan er samt farin að ögra mér hættulega og ég játa mig ansi oft sigraða..og ekki einungis af góðmennsku. Inn á milli laumaðist ég þó til þess að lesa. Síðustu fjóra daga hefur ringt endalaust en hins vegar hélst næstum þurrt í dag. Að sjálfsögðu er samt spáð rigningu um helgina. Rigning um helgar er að verða óþolandi algeng. 

Ég, Lea og Anna skelltum í nokkrar ljúffengar möffins. Það er  ekki í frásögu færandi nema vegna þess að við náðum bara að fylla tvær plötur því á  meðan tólf sykursætar bombur bökuðust í ofninum laumaðist lítil Lea aftur inn í eldhúsið, náði í deig skálina og kláraði allt deigið! Svona er þetta ;) Get reyndar ekki sagt að það hafi fylgt því mikil hamingja.

Ég skellti mér svo út að skokka í dag. Yndislegt að reyna að forðast blaut, sleip laufblöðin sem eru klest við göturnar. Einstaklega áhugaverður stíll sem ég þróaði með mér í þeirri ferð. Til að toppa ferðina rigndi örlítið og á heimleiðinni var útlit mitt einstaklega heillandi(megum ekki gleyma að ég var ómálaður, rauðhærður albinói í dag). Ég hafði skokkað mest upp á við svo ég var tilneydd til þess að skokka til baka, niður. Þið sjáið þetta kannski fyrir ykkur. Ég nálgaðist horn. Hálf blaut eftir rigninguna, sveitt, valhoppandi á milli laufblaða, skoppandi niður malbiksbrekku (sem er kannski ekki það besta) að reyna að vera eins nálægt hlöðnum veggnum og ég mögulega gat til þess að forðast óþarfa árekstra við bíla...þegar ég tek eftir því, þegar ég kem handan við hornið að myndarlegt ljósmyndunarlið hafði komið sér þar fyrir! Gatan sem fyrir klukkutíma síðan hafði verið mannlaus var núna full af kösturum og tökuliði. Upp við vegginn þrýsti myndarleg dökkhærð stúlka sér sem virtist vera í litlu sem engu undir virðulegum pelsinum. Frábært. Ég var neydd til þess að brosa þar sem allir störðu á mig og hlunkast í gegnum settið. Mér til mikillar hamingju flækti ég mig ekki í neinum snúrum og tók því enga óþarfa kastara með mér niður restina af brekkunni. Ég var skemmtileg andstæða við snótina við vegginn. Æi ætti ég að hafa mig betur til þegar ég fer næst út að hlaupa? Ahh, held ekki vona bara að útitekið, ómálað smettið á mér birtist ekki í einhverjum ítölskum brandaratálki á næstunni;)

Annars eru myndir þessa bloggs teknar í upphafi þessa mánaðar þegar ég fór með Robi og krökkunum í kirkjugarðinn í Como. Kirkjugarðarnir hér eru öðruvísi en við á Íslandi eigum að venjast. Hér er fólkið sett í hólf og staflað skipulega ofan á hvort annað. Kirkjugarðurinn var samt fallegur þó ég sé fegin að heima fái fólkið að hvíla ofan í jörðinni í friði. Hér er það á nokkrra ára fresti fært á milli hólfa.


©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

5 comments:

  1. Þú ert alla vega bara að renna um á laufblöðum en ekki svelli eins og ég ;)
    og þú átt pottþétt eftir að birtast í einhverri ítalskri mynd á næstunni hahah :P

    ReplyDelete
  2. love your shoots ^_^

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  3. Very sad shoots, but they are artisticaly beautiful and expressive :)
    http://onthemarry-go-round.blogspot.com/

    ReplyDelete
  4. Veit ekki hvort laufblöðin eru skárri;) - sendi þér myndina ef rúv sýnir hana ekki um jólin:*

    Ohh thanks for the nice comments :*

    ReplyDelete